Körfubolti

Spánn þurfti tvöfalda framlengingu til að komast í úrslitin en þægilegra hjá Argentínu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánverjar fagna eftir að sigurinn var í höfn í dag.
Spánverjar fagna eftir að sigurinn var í höfn í dag. vísir/getty
Það verða Spánn og Argentína sem mætast í úrslitaleik HM í körfubolta sem hefur farið fram í Kína síðustu vikur og klárast á sunnudag.Spánverjar unnu sigur á Ástralíu í tvíframlengdum leik fyrr í dag. Lokatölurnar urðu 95-88 en jafnt var eftir venjulegan leiktíma 71-71 og svo aftur eftir fyrstu framlengingu 80-80.Marc Gasol var sem fyrr sprækur í liði Spánverja. Að auki tók hann sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Ricky Rubio kom næstur með nítján stig.Þetta var fyrsti tap Ástralíu á mótinu en þeir höfðu aldrei komist svona langt. Patty Mills var í sérflokki í liði þeirra en San Antonio-maðurinn skoraði 34 stig.

Í hinni undanúrslitaviðureigninni höfðu Argentínumenn betur gegn Frakklandi, 80-66, en Frakkar höfðu meðal annars slegið út heimsmeistarana í Bandaríkjunum í átta liða úrslitunum.Argentínumenn unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum og byggðu þar af leiðandi upp forskot sitt hægt og rólega í leiknum. Leikurinn varð þó aldrei spennandi í fjórða leikhlutanum en varnarleikur Argentínu var til mikillar fyrirmyndar.Luis Scola var stigahæstur í liði Argentínumanna með 28 stig en að auki hirti hann þrettán fráköst. Í jöfnu liði Frakka voru Frank Ntilikina og Evan Fournier stigahæstir með sextán stig.Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.