Körfubolti

Spánn þurfti tvöfalda framlengingu til að komast í úrslitin en þægilegra hjá Argentínu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánverjar fagna eftir að sigurinn var í höfn í dag.
Spánverjar fagna eftir að sigurinn var í höfn í dag. vísir/getty

Það verða Spánn og Argentína sem mætast í úrslitaleik HM í körfubolta sem hefur farið fram í Kína síðustu vikur og klárast á sunnudag.

Spánverjar unnu sigur á Ástralíu í tvíframlengdum leik fyrr í dag. Lokatölurnar urðu 95-88 en jafnt var eftir venjulegan leiktíma 71-71 og svo aftur eftir fyrstu framlengingu 80-80.

Marc Gasol var sem fyrr sprækur í liði Spánverja. Að auki tók hann sex fráköst og gaf fjórar stoðsendingar en Ricky Rubio kom næstur með nítján stig.

Þetta var fyrsti tap Ástralíu á mótinu en þeir höfðu aldrei komist svona langt. Patty Mills var í sérflokki í liði þeirra en San Antonio-maðurinn skoraði 34 stig.
Í hinni undanúrslitaviðureigninni höfðu Argentínumenn betur gegn Frakklandi, 80-66, en Frakkar höfðu meðal annars slegið út heimsmeistarana í Bandaríkjunum í átta liða úrslitunum.

Argentínumenn unnu alla fjóra leikhlutana í leiknum og byggðu þar af leiðandi upp forskot sitt hægt og rólega í leiknum. Leikurinn varð þó aldrei spennandi í fjórða leikhlutanum en varnarleikur Argentínu var til mikillar fyrirmyndar.

Luis Scola var stigahæstur í liði Argentínumanna með 28 stig en að auki hirti hann þrettán fráköst. Í jöfnu liði Frakka voru Frank Ntilikina og Evan Fournier stigahæstir með sextán stig.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.