Innlent

Líkams­á­rás og sofandi maður í stiga­gangi meðal verk­efna lög­reglu

Eiður Þór Árnason skrifar
Einnig voru ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs. Tveir menn reyndu þá að hlaupa frá bifreiðinni en voru stöðvaðir.
Einnig voru ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs. Tveir menn reyndu þá að hlaupa frá bifreiðinni en voru stöðvaðir. Vísir/vilhelm
Tilkynnt var um líkamsárás í Austurstræti á tíunda tímanum í gær. Ekki er vitað um meiðsli en fram kemur í dagbók lögreglu að samkvæmt upplýsingum hennar hafi tveir menn þar ráðist á einn. Árásarmennirnir voru farnir af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn en vitað er hverjir árásarmennirnir eru og er málið nú til rannsóknar.Maður í annarlegu ástandi handtekinn grunaður um þjófnað úr verslun við Laugarveg á sjötta tímanum í gær. Maðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslum lögreglu.Einnig greinir lögregla frá því að maður sem var ofurölvi hafi verið handtekinn í Hafnarfirði stuttu fyrir miðnætti í gær þar sem tilkynning barst um hann hafi fundist sofandi á stigagangi í fjölbýlishúsi eftir að hafa ollið ónæði þar nærri.Sömuleiðis voru nokkrir stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.