Körfubolti

Spánverjar léku sér að Argentínu og eru heimsmeistarar

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ricky Rubio og félagar í Spáni voru langbestir á HM í Kína
Ricky Rubio og félagar í Spáni voru langbestir á HM í Kína

Spánverjar eru heimsmeistarar í körfubolta eftir að hafa kafsiglt Argentínumönnum í úrslitaleik Heimsmeistarakeppninnar í Peking í Kína í dag.

Spánn tók frumkvæðið snemma leiks og leiddi með níu stigum eftir fyrsta leikhluta, 14-23. Það var algjörlega það sem koma skildi því Spánverjar voru mun betri aðilinn allan leikinn.

Fór að lokum svo að Spánverjar unnu öruggan 20 stiga sigur, 95-75 og eru því verðskuldaðir heimsmeistarar.

Ricky Rubio var stigahæstur í liði Spánverja með 20 stig auk þess sem hann tók 7 fráköst. Marc Gasol var sömuleiðis atkvæðamikill með 14 stig, 7 fráköst og 7 stoðsendingar. Gabriel Deck var stigahæstur Argentínumanna með 24 stig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.