Erlent

Rýma flótta­manna­búðir í Dun­kerqu­e

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hóf aðgerðir sínar snemma í morgun.
Lögregla hóf aðgerðir sínar snemma í morgun. AP

Lögregla í Frakklandi hóf í morgun rýmingu flóttamannabúða fyrir um þúsund manns sem hafði verið komið upp í og í kringum íþróttasal nærri höfn frönsku hafnarborgarinnar Dunkerque.

Þetta er gert eftir að dómstóll úrskurðaði að búðirnar stæðust ekki reglur um hreinlæti og öryggi. Íbúar í borginni hafa margir kvartað yfir veru flóttafólksins á svæðinu.

Borgarstjórinn í Grande-Synthe, borgarhluta vestur af miðborg Dunkerque, heimilaði á síðasta ári flóttamönnum að hafast við í íþróttasalnum. Um þúsund manns hafa dvalið í salnum og í nálægum tjaldbúðum. Stór hluti flóttamannanna eru írakskir Kúrdar.

Flóttamenn frá Miðausturlöndum og Afríku hafa margir leitað til norðvesturhluta Frakklands, í þeirri von að geta komist til Bretlands með einhverju þeirra tugþúsunda farartækja sem fara milli Bretlands og meginlands Evrópu á degi hverjum.

Í morgun var byrjað að flytja flóttamennina á aðra staði á svæðinu þar sem þeir geta sótt um hæli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.