Erlent

Rýma flótta­manna­búðir í Dun­kerqu­e

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla hóf aðgerðir sínar snemma í morgun.
Lögregla hóf aðgerðir sínar snemma í morgun. AP
Lögregla í Frakklandi hóf í morgun rýmingu flóttamannabúða fyrir um þúsund manns sem hafði verið komið upp í og í kringum íþróttasal nærri höfn frönsku hafnarborgarinnar Dunkerque.Þetta er gert eftir að dómstóll úrskurðaði að búðirnar stæðust ekki reglur um hreinlæti og öryggi. Íbúar í borginni hafa margir kvartað yfir veru flóttafólksins á svæðinu.Borgarstjórinn í Grande-Synthe, borgarhluta vestur af miðborg Dunkerque, heimilaði á síðasta ári flóttamönnum að hafast við í íþróttasalnum. Um þúsund manns hafa dvalið í salnum og í nálægum tjaldbúðum. Stór hluti flóttamannanna eru írakskir Kúrdar.Flóttamenn frá Miðausturlöndum og Afríku hafa margir leitað til norðvesturhluta Frakklands, í þeirri von að geta komist til Bretlands með einhverju þeirra tugþúsunda farartækja sem fara milli Bretlands og meginlands Evrópu á degi hverjum.Í morgun var byrjað að flytja flóttamennina á aðra staði á svæðinu þar sem þeir geta sótt um hæli.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.