Borgin þarf sjálfstæða skóla Pawel Bartoszek skrifar 19. september 2019 08:00 Fjölmargir sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólar eru í Reykjavík og gegna þeir mikilvægu hlutverki í menntakerfi borgarinnar. Um 1000 börn eru í sjálfstætt reknum leikskólum í borginni og um 700 stunda nám í sjálfstætt reknum grunnskólum. Það sem af er kjörtímabilinu höfum við í Viðreisn, og meirihlutinn allur, lagt okkur fram við að stuðla að því að starfsumhverfi sjálfstætt rekinna skóla sé sem best. Við tekið höfum freistast til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra og tekið nýjum hugmyndum vel. Við kláruðum samninga við nítján sjálfstætt starfandi leikskóla til þriggja ára. Meðal annars jukum við svokallað faghlutfall sem þýðir að við skólar sem ná að manna stöður sínar með fagmenntuðu starfsfólki, umfram lagaskyldu, njóta þess fjárhagslega betur en áður. Við samþykktum aukið starfsleyfi til leikskólans Mánagarðs sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta. Leikskólinn getur nú tekið við 60 fleiri börnum. Margir sjálfstætt starfandi skólar hafa nú samið um að hefja rekstur ungbarnadeilda, til dæmis Sælukot, Barnaheimilið Ós og Askja. Nýr sjálfstætt starfandi leikskóli, Krílasel, tók til starfa í Seljahverfinu. Skólinn hefur leyfi fyrir 20 börn, að þriggja ára aldri. Stærsta verkefni næstu ára er að brúa bilið, sem sagt að fjölga daggæsluúrræðum að loknu fæðingarorlofi. Sjálfstætt reknir leikskóla munu taka þátt í því verkefni. Gert er ráð fyrir að börnum í sjálfstætt reknum leikskólum muni fjölga að lágmarki um 100-200 á næstu 3-4 árum. Það má ekki gleyma dagforeldrum. Við hækkuðum greiðslur til dagforeldra um 15%, meira en hefur verið gert í fjöldamörg ár. Þá samþykktum 300 þúsund króna stofnstyrki handa þeim sem eru að hefja störf. Ákveðið var að þeir dagforeldrar sem störfuðu einir fengju öryggishnapp. Við sömdum um stóraukið framlag til sjálfstæðra skóla vegna frístundastarfs. Skólarnir fá nú 80% af framlagi Reykjavíkurborgar til borgarrekinna skóla en fengu áður einungis táknræna niðurgreiðslu á gjaldskrá. Barnaskóli Hjallastefnunnar fékk leyfi til kennslu á miðstigi. Kennsla er þegar hafin. Við samþykktum inntökureglur vegna reykvískra barna fyrir Arnarskóla, sem er nýr sjálfstætt starfandi sérskóli, staðsettur í Kópavogi. Foreldrar eiga að hafa val. Sjálfstæðir skólar gegna mikilvægu hlutverki í menntakerfi höfuðborgarinnar. Áfram verður tryggt að þeir geti unnið störf sín af metnaði og alúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Pawel Bartoszek Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Pólitíska stríðið sem nærist á þér Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Vesalingarnir í borginni Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Að kveðja 2025 og mæta 2026 með mildi og forvitni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmargir sjálfstætt starfandi grunn- og leikskólar eru í Reykjavík og gegna þeir mikilvægu hlutverki í menntakerfi borgarinnar. Um 1000 börn eru í sjálfstætt reknum leikskólum í borginni og um 700 stunda nám í sjálfstætt reknum grunnskólum. Það sem af er kjörtímabilinu höfum við í Viðreisn, og meirihlutinn allur, lagt okkur fram við að stuðla að því að starfsumhverfi sjálfstætt rekinna skóla sé sem best. Við tekið höfum freistast til að tryggja rekstrargrundvöll þeirra og tekið nýjum hugmyndum vel. Við kláruðum samninga við nítján sjálfstætt starfandi leikskóla til þriggja ára. Meðal annars jukum við svokallað faghlutfall sem þýðir að við skólar sem ná að manna stöður sínar með fagmenntuðu starfsfólki, umfram lagaskyldu, njóta þess fjárhagslega betur en áður. Við samþykktum aukið starfsleyfi til leikskólans Mánagarðs sem rekinn er af Félagsstofnun stúdenta. Leikskólinn getur nú tekið við 60 fleiri börnum. Margir sjálfstætt starfandi skólar hafa nú samið um að hefja rekstur ungbarnadeilda, til dæmis Sælukot, Barnaheimilið Ós og Askja. Nýr sjálfstætt starfandi leikskóli, Krílasel, tók til starfa í Seljahverfinu. Skólinn hefur leyfi fyrir 20 börn, að þriggja ára aldri. Stærsta verkefni næstu ára er að brúa bilið, sem sagt að fjölga daggæsluúrræðum að loknu fæðingarorlofi. Sjálfstætt reknir leikskóla munu taka þátt í því verkefni. Gert er ráð fyrir að börnum í sjálfstætt reknum leikskólum muni fjölga að lágmarki um 100-200 á næstu 3-4 árum. Það má ekki gleyma dagforeldrum. Við hækkuðum greiðslur til dagforeldra um 15%, meira en hefur verið gert í fjöldamörg ár. Þá samþykktum 300 þúsund króna stofnstyrki handa þeim sem eru að hefja störf. Ákveðið var að þeir dagforeldrar sem störfuðu einir fengju öryggishnapp. Við sömdum um stóraukið framlag til sjálfstæðra skóla vegna frístundastarfs. Skólarnir fá nú 80% af framlagi Reykjavíkurborgar til borgarrekinna skóla en fengu áður einungis táknræna niðurgreiðslu á gjaldskrá. Barnaskóli Hjallastefnunnar fékk leyfi til kennslu á miðstigi. Kennsla er þegar hafin. Við samþykktum inntökureglur vegna reykvískra barna fyrir Arnarskóla, sem er nýr sjálfstætt starfandi sérskóli, staðsettur í Kópavogi. Foreldrar eiga að hafa val. Sjálfstæðir skólar gegna mikilvægu hlutverki í menntakerfi höfuðborgarinnar. Áfram verður tryggt að þeir geti unnið störf sín af metnaði og alúð.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Klerkastjórnin í Íran að riða til falls: Hvers vegna þegja fjölmiðlar? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun