Erlent

Þrír létust þegar vinnu­pallur hrundi í Þýska­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Slysið varð við viðgerðir á útvarpsturni í Hessen. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Slysið varð við viðgerðir á útvarpsturni í Hessen. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty
Þrír eru látnir eftir að vinnupallur hrundi um fimmtíu metra til jarðar í Hessen í Þýskalandi í morgun.

Þýskir fjölmiðlar hafa eftir lögreglu að hinir látnu hafi verið starfsmenn fyrirtækis í Berlín sem unnu að viðgerðum á útvarpsturni við Hoher Meißner, um 30 kílómetrum frá bænum Kassel.

Slysið varð um klukkan níu í morgun að staðartíma og girti lögregla af svæði í kringum turninn.

Nýlega var greint frá því að til stæði að koma nýjum sendi fyrir í turninum og að framkvæmdir myndi standa fram til loka september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×