Sport

Hataði Rússinn elskar baulið í New York | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Medvedev biður um baulið. Það kom.
Medvedev biður um baulið. Það kom. vísir/getty

Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev er hataðasti keppandinn á US Open tennis-mótinu í New York og hann algjörlega elskar það.

Medvedev er kominn í 8-manna úrslit á mótinu eftir að hafa klárað Dominik Koepfer. Hann mætir Stan Wawrinka næst.

Eftir leikinn gegn Koepfer var baulað á Rússann og hann byrjaði þá að ögra þeim sem skilaði sér auðvitað í meira bauli. Það virðist hann elska.


Verður áhugavert að fylgjast með Medvedev og áhorfendum í rimmunni gegn Wawrinka.

Rússinn vill finna fyrir hatrinu því þá virðist hann spila betur. Hann hefur einmitt þakkað áhorfendum fyrir að hjálpa sér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.