Sport

Hataði Rússinn elskar baulið í New York | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Medvedev biður um baulið. Það kom.
Medvedev biður um baulið. Það kom. vísir/getty
Rússneski tenniskappinn Daniil Medvedev er hataðasti keppandinn á US Open tennis-mótinu í New York og hann algjörlega elskar það.Medvedev er kominn í 8-manna úrslit á mótinu eftir að hafa klárað Dominik Koepfer. Hann mætir Stan Wawrinka næst.Eftir leikinn gegn Koepfer var baulað á Rússann og hann byrjaði þá að ögra þeim sem skilaði sér auðvitað í meira bauli. Það virðist hann elska.

Verður áhugavert að fylgjast með Medvedev og áhorfendum í rimmunni gegn Wawrinka.Rússinn vill finna fyrir hatrinu því þá virðist hann spila betur. Hann hefur einmitt þakkað áhorfendum fyrir að hjálpa sér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.