Sport

Nadal í úrslit og getur unnið nítjánda risatitilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nadal er þegar búinn að vinna Opna franska á þessu ári.
Nadal er þegar búinn að vinna Opna franska á þessu ári. vísir/getty

Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Matteo Berrettini í undanúrslitum.

Þetta er í 27. sinn sem Nadal kemst í úrslitaleik á risamóti.

Spánverjinn mætir Daniil Medvedev frá Rússlandi í úrslitaleiknum. Medvedev vann Búlgarann Grigor Dimitrov í undanúrslitunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Medvedev kemst í úrslit á risamóti.

Nadal hefur unnið 18 risatitla á ferlinum og sigri hann Medvedev í úrslitaleik Opna bandaríska vantar vann aðeins einn risatitil til að jafna met Rogers Federer.

Nadal hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á Opna bandaríska; 2010, 2013 og 2017.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.