Innlent

Mun minni við­búnaður vegna komu Ind­lands­for­seta en Pence

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, þegar hann kom til Ástralíu í fyrra.
Forseti Indlands, Shri Ram Nath Kovind, þegar hann kom til Ástralíu í fyrra. vísir/getty

Engar fastar lokanir verða á götum vegna komu Indlandsforseta til landsins eins og var við heimsókn Mikes Pence í síðustu viku.

Hann fær þó lögreglufylgd hvert sem hann fer, líkt og Angela Merkel og aðrir þjóðhöfðingjar sem heimsækja landið, með tilheyrandi truflunum á umferð. Óvenju mikið hefur verið um opinberar heimsóknir upp á síðkastið og mikið að gera hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Þetta verður náttúrulega ekkert í líkingu við Pence en þetta verður svona meira í áttina að Merkel,“ segir Guðbrandur Sigurðsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn umferðardeildar lögreglunnar, spurður út í viðbúnað vegna heimsóknarinnar. „Það verður umferðarfylgd á öllum ferðum hans og þar af leiðandi truflun á umferð svona rétt á meðan fylgdin er að fara í gegn en svo opnast allt aftur.“

Shri Ram Nath Kovind, forseti Indlands, kemur í opinbera heimsókn til landsins í dag eins og greint hefur verið frá. Hann mun hitta Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastöðum á morgun og að því loknu halda opinn fyrirlestur í Háskóla Íslands, sem ber yfirskriftina Indland og Ísland fyrir græna plánetu.


Tengdar fréttir

Indlandsforseti sækir Ísland heim

Forseti Indlands kemur í opinbera heimsókn til Íslands í september. Formaður Indversk-íslensku viðskiptasamtakanna segir viðskipti ríkjanna meðal annars verða til umræðu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.