Erlent

Mikil röskun á sam­göngum í Tókýó vegna felli­bylsins Faxai

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Frá alþjóðaflugvellinum í Tókýó í dag þar sem langar biðraðir mynduðust þegar fólk reyndi að komast leiðar sinnar inn í borgina. Lestarferðirð hafa legið niðri klukkutímunum saman vegna Faxai.
Frá alþjóðaflugvellinum í Tókýó í dag þar sem langar biðraðir mynduðust þegar fólk reyndi að komast leiðar sinnar inn í borgina. Lestarferðirð hafa legið niðri klukkutímunum saman vegna Faxai. vísir/hjalti
Rúmlega 900 þúsund heimili í Japan eru nú án rafmagns eftir að fellibylurinn Faxai skall á Japan í grennd við stórborgina Tókýó.

Faxai er einn öflugasti fellibylur sem gengið hefur á land í Japan í áratugi og mikil röskun hefur orðið á samgöngum.

130 flugferðum hefur verið frestað og lestarferðir lágu niðri klukkutímum saman í þessari gríðarfjölmennu borg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×