Körfubolti

Öruggt hjá Spánverjum í fyrsta leik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Marc Gasol skoraði 10 stig og tók sex fráköst fyrir Spánverja í leiknum
Marc Gasol skoraði 10 stig og tók sex fráköst fyrir Spánverja í leiknum vísir/getty
Spánverjar, Kínverjar og Ítalir byrjuðu allir á sigri á heimsmeistaramótinu í körfubolta sem hófst í Kína í dag.

Túnis byrjaði betur gegn Spánverjum og var staðan 16-17 Túnis í vel eftir fyrsta leikhluta. Í hálfleik var staðan orðin 42-39 fyrir Spánverja.

Spánverjar gerðu svo út um leikinn í þriðja leikhluta en þeir unnu hann 30-8 og eftirleikurinn var þeim auðveldur. Lokatölur urðu 101-62 fyrir Spán.

Ricky Rubio var stigahæstur Spánverja með 17 stig en Sergio Llull kom þar fast á eftir með 16. Rubio átti auk þess níu stoðsendingar og Llull fimm. Salah Mejri, sem síðast var á mála hjá Dallas Mavericks, fór fyrir Túnis með 15 stig.

Heimamenn í Kína mættu Fílbeinsstrendingum í A-riðli. Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var staðan 29-29 í hálfleik.

Kínverjar tóku hins vegar yfirhöndina í þriðja leikhluta og fóru að lokum með 70-55 sigur.

Það var mjög jafnt farið með stigin í liði Fílabeinsstrandarinnar, Guy Landry Edi var stigahæstur með 10 stig og sá eini sem komst í tveggja stiga tölu. Mohamed Kone var með 9, Souleyman Diabate og Vafessa Fofana gerðu átta hvor.

Jianlian Yi fór fyrir Kínverjum með 19 stig og Ailun Guo skoraði 17.

Ítalir unnu öruggan 108-62 sigur á liði Filippseyja og Argentína vann Kóreu 95-69.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×