Sport

Umhverfisvæn rjúpnaskot á markað

Sigurður Haraldsson og Hjálmar Ævarsson hjá Hlaði.
Sigurður Haraldsson og Hjálmar Ævarsson hjá Hlaði. Fréttablaðið/Valli

Skotveiðiverslunin Hlað mun brátt selja umhverfisvæn haglaskot sem finnast víða erlendis. Forhlaðið er úr feltefni en ekki plasti sem oftast er notað, og mun það þá brotna hraðar niður í umhverfinu.

Skotin eru framleidd í bænum Gamebore, nálægt Hull á austurströnd Bretlands.

Hjálmar Ævarsson hjá Hlaði segir að höglin sjálf séu úr stáli en forhlaðið úr felti. Skotin hafa verið notuð erlendis en það á eftir að koma reynsla á þau hérlendis. „Þetta ætti að duga svo fólk geti náð sér í jólamatinn,“ segir Hjálmar.

Með því að setja skotin á markað er Hlað að leggja sitt á vogarskálarnar hvað varðar vistvænar veiðar. „Þessi umræða hefur verið í gangi og ég held að allir séu meðvitaðir um að vilja skilja sem minnst eftir sig á þeim stað sem veitt er. Ég held líka að allir reyni að tína hylkin upp eftir sig eins vel og þeir geta,“ segir hann.

Plasthylkin í hefðbundnum skotum brotna vissulega niður en á mun lengri tíma og plastagnir verða eftir. Þá hafa skothylki úr plasti endað í ám og vötnum og mengað vatnið. Einnig hafa þau fundist í mögum stórra fugla. – khgAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.