Sport

Írskur bareigandi hellti viskíinu hans Conors ofan í klósettið | Myndband

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Conor með viskíið sitt sem hann hefur selt í bílförmum.
Conor með viskíið sitt sem hann hefur selt í bílförmum. mynd/instagram
Margir landa Conors McGregor hafa fengið nóg af hegðun bardagakappans fyrrverandi en síðasta stráið var þegar Írinn sló eldri mann á dögunum.Conor hefur ítrekað lent í vandræðum utan vallar síðustu mánuði. Árásin á rútuna í New York stendur þar upp úr.Á dögunum fór svo í umferð myndband af Conor þar sem hann slær eldri mann á bar því sá vildi ekki smakka viskíið hans sem heitir Proper Twelve.Írskur bareigandi í Flórída, sem áður var mikill aðdáandi Conors, hefur fengið nóg og tók sig til og hellti öllu viskíinu hans Conors í klósettið. Hann mun ekki selja það aftur.Sá hvetur aðra landa sína til þess að gera slíkt hið sama. Hér að neðan má sjá myndband af gjörningnum.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.