Öfgamaður á ferð Guðmundur Andri Thorsson skrifar 22. ágúst 2019 07:00 Mike Pence er öfgamaður sem kennir sig við kristna trú en boðar fábreytni, umburðarleysi, bókstafstrú og óttastjórnun. Í orðum sínum og verkum hefur hann beitt sér gegn réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þó að auðvitað þurfi að sýna embætti varaforseta Bandaríkjanna kurteisi hljóta gestgjafar Mike Pence að taka á móti honum beinir í baki. Þess er vonandi að vænta að íslenskir ráðamenn minni Pence á það verðmætamat á manneskjum sem samfélag okkar grundvallast á: virðingu og umburðarlyndi, frelsi einstaklingsins og sjálfsákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama og lífi. Vonandi munu íslensk stjórnvöld líka færa í tal við hann þá mannvonsku sem lýsir sér í að skilja börn frá fjölskyldum sínum, og geyma við óboðlegar aðstæður. Og loks hljótum við að vænta þess að útskýrt verði fyrir honum hvernig hamfarahlýnun ógnar lífi á Jörðinni. Nú er árið 2019. Hafi Bandaríkjamenn einhvern tímann verið útvörður lýðræðis og mannréttinda í heiminum, sem svo sannarlega er umdeilanlegt, þá er það að minnsta kosti liðin tíð. Herlið hér á landi með Donald Trump sem æðsta yfirmann er ekki til þess fallið að vekja öryggiskennd. Þarf aðild okkar að Nató og þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi um varnir sjálfkrafa að tákna hernaðarlega viðveru Bandaríkjamanna hér? Varnarsamningurinn frá 1951 kann að vera formlega enn í gildi en Bandaríkjamenn hættu einhliða að uppfylla hann árið 2006. Þeir fóru. Viljum við þá aftur? Þó að Íslendingar eigi aðild að Nató – og við séum mörg sem teljum að þjóðin eigi að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og gangast undir skuldbindingar sem því fylgja – þá er ekki þar með sagt að Bandaríkjamenn eigi að standa hér fyrir hernaðaruppbyggingu, til að styrkja stöðu sína í kapphlaupi við að græða sem mest á hamfarahlýnun Jarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Guðmundur Andri Thorsson Heimsókn Mike Pence Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mike Pence er öfgamaður sem kennir sig við kristna trú en boðar fábreytni, umburðarleysi, bókstafstrú og óttastjórnun. Í orðum sínum og verkum hefur hann beitt sér gegn réttindum kvenna og hinsegin fólks. Þó að auðvitað þurfi að sýna embætti varaforseta Bandaríkjanna kurteisi hljóta gestgjafar Mike Pence að taka á móti honum beinir í baki. Þess er vonandi að vænta að íslenskir ráðamenn minni Pence á það verðmætamat á manneskjum sem samfélag okkar grundvallast á: virðingu og umburðarlyndi, frelsi einstaklingsins og sjálfsákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama og lífi. Vonandi munu íslensk stjórnvöld líka færa í tal við hann þá mannvonsku sem lýsir sér í að skilja börn frá fjölskyldum sínum, og geyma við óboðlegar aðstæður. Og loks hljótum við að vænta þess að útskýrt verði fyrir honum hvernig hamfarahlýnun ógnar lífi á Jörðinni. Nú er árið 2019. Hafi Bandaríkjamenn einhvern tímann verið útvörður lýðræðis og mannréttinda í heiminum, sem svo sannarlega er umdeilanlegt, þá er það að minnsta kosti liðin tíð. Herlið hér á landi með Donald Trump sem æðsta yfirmann er ekki til þess fallið að vekja öryggiskennd. Þarf aðild okkar að Nató og þátttaka okkar í alþjóðlegu samstarfi um varnir sjálfkrafa að tákna hernaðarlega viðveru Bandaríkjamanna hér? Varnarsamningurinn frá 1951 kann að vera formlega enn í gildi en Bandaríkjamenn hættu einhliða að uppfylla hann árið 2006. Þeir fóru. Viljum við þá aftur? Þó að Íslendingar eigi aðild að Nató – og við séum mörg sem teljum að þjóðin eigi að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi og gangast undir skuldbindingar sem því fylgja – þá er ekki þar með sagt að Bandaríkjamenn eigi að standa hér fyrir hernaðaruppbyggingu, til að styrkja stöðu sína í kapphlaupi við að græða sem mest á hamfarahlýnun Jarðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun