Sport

Dómarinn sem Serena kallaði lygara dæmir ekki hjá Williams systrum á Opna bandaríska

Smári Jökull Jónsson skrifar
Williams lenti í vandræðum á Opna bandaríska mótinu í fyrra.
Williams lenti í vandræðum á Opna bandaríska mótinu í fyrra. vísir/getty
Á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis á síðasta ári lenti Serena Williams í hörku rifrildi við Carlos Ramos dómara. Stjórn mótsins hefur nú staðfest að Ramos muni ekki dæma leiki hjá Williams systrum á mótinu í ár.Systurnar Venus og Serena Williams hafa verið meðal bestu tennisspilara heims síðustu árin og Serena ein af þeim sigursælustu í sögunni.Á mótinu í fyrra komst Serena alla leið í úrslitaleikinn þar sem hún tapaði óvænt gegn hinni japönsku Naomi Osaka. Í leiknum lenti Serena í rifrildi við dómara leiksins, Carlos Ramos, sem dæmdi á hana refsingar fyrir að slá spaðanum í jörðina auk þess sem hann dæmdi einn leik Serenu tapaðan eftir að hún kallaði hann lygara og þjóf.Í úrslitaleiknum í fyrra sagði Serena við Ramos „að hann myndi aldrei aftur á hennar ferli vera á velli sem hún væri að spila á."Eitthvað hafði Serena til síns máls því það hefur nú fengist staðfest hjá stjórn mótsins að Ramos mun ekki dæma leiki hjá Williams systrum á mótinu í ár sem hefst í New York í næstu viku.Ákvörðunin var tekin í sameiningu af stjórnendum mótsins en ekki að ósk Williams systra.„Þetta er ekki í fyrsta skipti sem við tökum ákvörðun sem er góð fyrir mótið, góð fyrir keppendurna og það er líka gott fyrir dómarana að dæma þessa leiki," sagði Soeren Friemel einn af dómurum mótsins.Opna bandaríska mótið hefst í næstu viku þar sem þau Naomi Osaka og Novak Djokovic hafa titla að verja. 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.