Sport

Serena labbaði yfir Sharapovu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Serena og Sharapova eftir leikinn í nótt.
Serena og Sharapova eftir leikinn í nótt. vísir/getty
Serena Williams gerði allt vitlaust í úrslitaleik US Open í fyrra en hún snéri til baka í nótt með stæl. Þá pakkaði hún Mariu Sharapovu saman í tveimur settum, 6-1 og 6-1.Hin 37 ára gamla Williams tók sér aðeins 59 mínútur í að klára leikinn gegn Rússanum. Hún er nú búin að hafa betur gegn Sharapovu í 19 leikjum í röð.Í úrslitaleiknum í fyrra kallaði hún dómarann svindlara og lygara og var allt vitlaust í margar vikur á eftir. Hún tapaði úrslitaleiknum gegn Naomi Osaka.Serena er í leit að sínum 24. risatitli sem væri metjöfnun í kvennatennis. Ef hún vinnur mótið þá verður það líka fyrsti risatitill hennar eftir að hún varð móðir fyrir tveim árum síðan.Karlamegin lenti Roger Federer í smá vandræðum með Sumit Nagal. Hann tapaði fyrsta settinu en vann næstu þrjú og komst áfram.Novak Djokovic komst fyrr um daginn auðveldlega áfram þannig að enginn hákarl datt úr leik í fyrstu umferð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.