Sport

Meiddur Djokovic komst áfram á US Open

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Djokovic fær meðferð í leiknum í nótt.
Djokovic fær meðferð í leiknum í nótt. vísir/getty
Það var ekki auðvelt verk hjá Serbanum frábæra, Novak Djokovic, að komast áfram á US Open í nótt enda meiddur á öxl.Djokovic þurfti í þrígang læknisaðstoð í leik sínum gegn Argentínumanninum Juan Ignacio Londero en vann samt í fjórum settum. Djokovic tapaði fyrsta settinu en náði að vinna næstu þrjú.„Meiðslin höfðu mikil áhrif á uppgjafirnar mínar sem og bakhöndina. Ég var ekki viss um hvort ég gæti klárað leikinn en er afar ánægður að þetta hafi tekist,“ sagði Serbinn ótrúlegi.Hinn 32 ára gamli Djokovic er besti tenniskarl heims og líklegasti sigurvegari mótsions. Hann hefur unnið fjögur af síðustu fimm risamótum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.