Rangur hæðarpunktur tefur á Hverfisgötunni Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. ágúst 2019 06:00 Gamlar lagnir og illa kortlagðar valda töfum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Reykjavíkurborg hefur tilkynnt eigendum fyrirtækja við Hverfisgötu um seinkun á framkvæmdum við endurnýjun á Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Skýringar sem gefnar hafa verið af hálfu borgarinnar eru meðal annars þær að verktökum gangi almennt illa að manna verk í kring um verslunarmannahelgina og því hafi lítið gerst dagana í kring um þá helgi. Ekki verði unnt að ganga um svæðið á Menningarnótt eins og til stóð og umferð verði ekki hægt að hleypa á í vikunni þar á eftir. Þá áætla Veitur að vegna rangra hæðarpunkta á frárennslisbrunni við Safnahúsið á Hverfisgötu tefjist verkið um þrjá til fjóra daga. Hluti af verkinu er að endurnýja lagnir neðanjarðar. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri hjá Veitum, segir að hingað til hafi þurft dælu til að koma skólpi frá Safnahúsinu út í fráveitukerfið í götunni. Við hönnun verksins hafi verið tekið tillit til óskar frá Safnahúsinu um breytingar á fráveitulögninni svo hún yrði sjálfrennandi. „Í framkvæmdum kemur svo í ljós að hæðarkóði á brunni, sem hönnuður fær í hendur frá Safnahúsi, er rangur og því ekki nægur halli á lögninni til að ná upp sjálfrennsli,“ útskýrir Ólöf. Því þurfi að færa tengingu Safnahússins neðar í götuna til að ná nægum halla á lögnina.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Þegar þetta uppgötvast eftir að framkvæmdir hefjast og búið er að tengja lögnina er ljóst að ráðast þarf í breytingar á þessari tengingu og við erum í þeim núna. En áður en við gátum hafist handa við þær þurfti að moka ofan í skurðinn til bráðabirgða til að skapa aðgengi fyrir vinnu við aðra verkþætti; það er lagnir fyrir kalt vatn svo hægt væri að hleypa á þær á réttum tíma,“ útskýrir Ólöf. Að sögn Ólafar er áætlað að vinna við að færa tenginguna tefji heildarverkið líklegast um þrjá til fjóra daga. „En auðvitað er verið að vinna í öðrum verkþáttum á meðan,“ áréttar hún. Aðspurð um áætluð verklok segir Ólöf að farið verði yfir þann þátt á verkstöðufundi í dag. Hún bendir á að framkvæmdir í eldri hverfum geti verið erfiðar. Oft sé ekki til nægilega góð og nákvæm gögn um hvað sé undir. Mikið mál geti verið að koma niður lögnum og á sama tíma halda kerfunum gangandi. „Sem betur fer endast lagnir í jörðu yfirleitt í áratugi og því þarf mjög sjaldan að fara í framkvæmdir eins og þessar sem við erum að vinna með Reykjavíkurborg á þessum hluta Hverfisgötunnar,“ undirstrikar upplýsingafulltrúi Veitna. Heimir Heimisson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Gleipnis sem vinnur verkið fyrir Veitur og Reykjavíkurborg, vill engum spurningum svara en vísar á verkefnisstjóra hjá borginni. „Það er langbest að hann svari þessu frekar en einhver óbreyttur kálfur,“ segir Heimir. Von er á svörum um málið frá borginni í dag. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Reykjavíkurborg hefur tilkynnt eigendum fyrirtækja við Hverfisgötu um seinkun á framkvæmdum við endurnýjun á Hverfisgötu milli Ingólfsstrætis og Smiðjustígs. Skýringar sem gefnar hafa verið af hálfu borgarinnar eru meðal annars þær að verktökum gangi almennt illa að manna verk í kring um verslunarmannahelgina og því hafi lítið gerst dagana í kring um þá helgi. Ekki verði unnt að ganga um svæðið á Menningarnótt eins og til stóð og umferð verði ekki hægt að hleypa á í vikunni þar á eftir. Þá áætla Veitur að vegna rangra hæðarpunkta á frárennslisbrunni við Safnahúsið á Hverfisgötu tefjist verkið um þrjá til fjóra daga. Hluti af verkinu er að endurnýja lagnir neðanjarðar. Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upplýsingastjóri hjá Veitum, segir að hingað til hafi þurft dælu til að koma skólpi frá Safnahúsinu út í fráveitukerfið í götunni. Við hönnun verksins hafi verið tekið tillit til óskar frá Safnahúsinu um breytingar á fráveitulögninni svo hún yrði sjálfrennandi. „Í framkvæmdum kemur svo í ljós að hæðarkóði á brunni, sem hönnuður fær í hendur frá Safnahúsi, er rangur og því ekki nægur halli á lögninni til að ná upp sjálfrennsli,“ útskýrir Ólöf. Því þurfi að færa tengingu Safnahússins neðar í götuna til að ná nægum halla á lögnina.Miklar framkvæmdir hafa staðið yfir við vestari enda Hverfisgötu í sumar.Mynd/Reykjavíkurborg„Þegar þetta uppgötvast eftir að framkvæmdir hefjast og búið er að tengja lögnina er ljóst að ráðast þarf í breytingar á þessari tengingu og við erum í þeim núna. En áður en við gátum hafist handa við þær þurfti að moka ofan í skurðinn til bráðabirgða til að skapa aðgengi fyrir vinnu við aðra verkþætti; það er lagnir fyrir kalt vatn svo hægt væri að hleypa á þær á réttum tíma,“ útskýrir Ólöf. Að sögn Ólafar er áætlað að vinna við að færa tenginguna tefji heildarverkið líklegast um þrjá til fjóra daga. „En auðvitað er verið að vinna í öðrum verkþáttum á meðan,“ áréttar hún. Aðspurð um áætluð verklok segir Ólöf að farið verði yfir þann þátt á verkstöðufundi í dag. Hún bendir á að framkvæmdir í eldri hverfum geti verið erfiðar. Oft sé ekki til nægilega góð og nákvæm gögn um hvað sé undir. Mikið mál geti verið að koma niður lögnum og á sama tíma halda kerfunum gangandi. „Sem betur fer endast lagnir í jörðu yfirleitt í áratugi og því þarf mjög sjaldan að fara í framkvæmdir eins og þessar sem við erum að vinna með Reykjavíkurborg á þessum hluta Hverfisgötunnar,“ undirstrikar upplýsingafulltrúi Veitna. Heimir Heimisson, framkvæmdastjóri verktakafyrirtækisins Gleipnis sem vinnur verkið fyrir Veitur og Reykjavíkurborg, vill engum spurningum svara en vísar á verkefnisstjóra hjá borginni. „Það er langbest að hann svari þessu frekar en einhver óbreyttur kálfur,“ segir Heimir. Von er á svörum um málið frá borginni í dag.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Tengdar fréttir Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Fleiri fréttir Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Sjá meira
Erfiður vetur sem varð að martröð Einn eigenda Dill segist nú vera að skoða framhaldið eftir að ákvörðun var tekin um að loka þremur veitingastöðum á Hverfisgötu 12 á einu bretti. 8. ágúst 2019 13:30
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent