Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag.
Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin?
Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi.
Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.
Höfundur er varaformaður Viðreisnar

Auðlindahagkerfið
Skoðun

Átök um bóluefni og fullveldi
Ólafur Ísleifsson skrifar

Lestrarkeppni grunnskólanna 2021
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar

Hvert er Ferðaklúbburinn 4x4 að stefna?
Halldór Kristinsson skrifar

Af hverju sér ríkið ekki um X?
Kristófer Alex Guðmundsson skrifar

Banki fyrir fólk en ekki fjármagn
Drífa Snædal skrifar

Hvers vegna hefur einhver það vald?
Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar

Hvers vegna ættu 99 prósentin að deila völdum með eina prósentinu?
Gunnar Smári Egilsson skrifar

Lærdómur ársins 2020 getur markað nýtt upphaf
Tómas Njáll Möller skrifar

Ábyrg uppbygging í kjölfar heimsfaraldurs
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020
Skimunarráð skrifar

Framtíðin ber að dyrum – ætlarðu að svara?
Líf Magneudóttir skrifar

Tökum uppbyggilegt samtal um skólastarf
Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar

Er ég kem heim í Búðardal
Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar

Að lifa með geðsjúkdóma
Eymundur L. Eymundsson skrifar