Auðlindahagkerfið Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag. Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin? Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi. Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.Höfundur er varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag. Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin? Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi. Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.Höfundur er varaformaður Viðreisnar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar