Körfubolti

Kári Jónsson til Finnlands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Jónsons er kominn til Finnlands.
Kári Jónsons er kominn til Finnlands. vísir/getty
Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson hefur skrifað undir við finnska félagið, Helsinki Seagulls, en félagið tilkynnti þetta á vef sínum í morgun.

Kári, sem er uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði, gekk í raðir Barcelona síðasta sumar en glímdi við mikil meiðsli á tíma sínum þar.

Hann þurfti meðal annars að gangast undir aðgerð í nóvember sem hélt honum lengi frá keppni en hann þurfti að fara í aðgerð vegna bólgu í hásinafestum.

Hafnfirðingurinn losnaði svo undan samningi við spænska liðið í sumar og hefur í sumar átt í viðræðum við nokkur lið. Hann hefur svo nú skrifað undir samning við finnska félagið.







Helsinki lenti í sjöunda sæti deildarinar á síðustu leiktíð en það var slakasti árangur liðsins síðan 2014/2015.

Kári er ekki sá eini sem hefur skrifað undir samning við finnska liðið því Antti Kanervo, sem lék með Stjörnunni í vetur, er einnig genginn í raðir liðsins. Antti kemur frá Finnlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×