Körfubolti

Kári Jónsson til Finnlands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Kári Jónsons er kominn til Finnlands.
Kári Jónsons er kominn til Finnlands. vísir/getty

Körfuboltamaðurinn Kári Jónsson hefur skrifað undir við finnska félagið, Helsinki Seagulls, en félagið tilkynnti þetta á vef sínum í morgun.

Kári, sem er uppalinn hjá Haukum í Hafnarfirði, gekk í raðir Barcelona síðasta sumar en glímdi við mikil meiðsli á tíma sínum þar.

Hann þurfti meðal annars að gangast undir aðgerð í nóvember sem hélt honum lengi frá keppni en hann þurfti að fara í aðgerð vegna bólgu í hásinafestum.

Hafnfirðingurinn losnaði svo undan samningi við spænska liðið í sumar og hefur í sumar átt í viðræðum við nokkur lið. Hann hefur svo nú skrifað undir samning við finnska félagið.

Helsinki lenti í sjöunda sæti deildarinar á síðustu leiktíð en það var slakasti árangur liðsins síðan 2014/2015.

Kári er ekki sá eini sem hefur skrifað undir samning við finnska liðið því Antti Kanervo, sem lék með Stjörnunni í vetur, er einnig genginn í raðir liðsins. Antti kemur frá Finnlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.