Sport

Unnu gull í 4x400 metra boðhlaupi á Norðurlandamótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska sigursveitin.
Íslenska sigursveitin. mynd/frí
Íslenska kvennasveitin varð í dag Norðurlandameistari U-20 ára í 4x400 metra boðhlaupi. Mótið fer fram í Kristiansand í Noregi.Þær Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers, Þórdís Eva Steinsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu á 3:44,99 mínútum.Þær settu nýtt stúlknamet 18-19 og 20-22 ára.Ísland hefur unnið til þrennra gullverðlauna á Norðurlandamótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir vann sigur í kúluvarpi og Kristján Viggó Sigfinsson í hástökki.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.