Sport

Unnu gull í 4x400 metra boðhlaupi á Norðurlandamótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska sigursveitin.
Íslenska sigursveitin. mynd/frí

Íslenska kvennasveitin varð í dag Norðurlandameistari U-20 ára í 4x400 metra boðhlaupi. Mótið fer fram í Kristiansand í Noregi.

Þær Katla Rut Róbertsdóttir Kluvers, Þórdís Eva Steinsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir hlupu á 3:44,99 mínútum.

Þær settu nýtt stúlknamet 18-19 og 20-22 ára.

Ísland hefur unnið til þrennra gullverðlauna á Norðurlandamótinu. Erna Sóley Gunnarsdóttir vann sigur í kúluvarpi og Kristján Viggó Sigfinsson í hástökki.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.