Körfubolti

Íslenska körfuboltalandsliðið mætir með tvo sjö feta menn til Sviss

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragnar Ágúst Nathanaelsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðið.
Ragnar Ágúst Nathanaelsson er kominn aftur inn í íslenska landsliðið. vísir/bára

Craig Pedersen hefur ákveðið ásamt aðstoðarþjálfurum sínum, Finni Freyr Stefánssyni og Baldri Þór Ragnarssyni, að gera eina breytingu á leikmannahópi sínum fyrir lokaleikinn  í forkeppninni að undankeppni EM 2021.

Íslenska liðið vann stórsigur á Portúgal um helgina en hafði áður unnið Sviss í Laugardalshöllinni og tapaði naumlega fyrir Portúgölum út í Portúgal.

Íslenski landsliðshópurinn hélt út til Sviss í morgun þar sem liðið mætir Sviss á miðvikudaginn en leikurinn fer fram í bænum Montreux.

Íslenska liðið er í mjög góðri stöðu fyrir leikinn en sigur gulltryggir efsta sæti riðilsins og sæti í undankeppni EM sem hefst í febrúar 2020. Aðeins efsta liðið í riðlinum í forkeppninni fer áfram í sjálfa undankeppnina.

Íslenska liðið hefur verið með sama hóp í fyrstu þremur leikjunum en mætir með tvo sjö feta menn til Sviss til að eiga við NBA-leikmanninn Clint Capela sem spilar með Houston Rockets.

Hin 218 sentímetra hái Ragnar Ágúst Nathanaelsson kemur inn í íslenska liðið fyrir þennan leik í stað Hjálmars Stefánssonar. Fyrir hjá íslenska liðinu er hinn 216 sentímetra hái Tryggvi Snær Hlinason.

Lið Íslands gegn Sviss verður þannig skipað:
Frank Aron Booker · ALM Évreux, Frakkland (3 landsleikir)
Gunnar Ólafsson · Keflavík (17)
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík (45)
Hlynur Bæringsson · Stjarnan (128)
Hördur Axel Vilhjálmsson · Keflavík (81)
Jón Axel Guðmundsson · Davidson, USA (10)
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland (68)
Ólafur Ólafsson · Grindavík (35)
Pavel Ermolinskij · KR (72)
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Valur (44)
Tryggvi Snær Hlinason · Zaragoza, Spánn (36)
Ægir Þór Steinarsson · Stjarnan (60)Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.