Sport

Keppa í lauginni þar sem Jón Margeir vann Ólympíugullið 2012

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólympíulaugin í London 2012.
Ólympíulaugin í London 2012. mynd/íf

Ísland á sex fulltrúa á heimsmeistaramóti fatlaðra í sundi sem fer fram í London dagana 9.-15. september næstkomandi.

Mótið fer fram í Ólympíusundlauginni frá Ólympíuleikunum 2012.

Þar vann sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson gullverðlaun í 200 metra skriðsundi S14 á nýju heimsmeti.

Íslenska sundfólkið á HM kemur frá þremur félögum; ÍFR, Firði/SH og ÍRB.

Keppendur Íslands á HM í sundi 2019:
Thelma Björg Björnsdóttir, ÍFR - S6
Sonja Sigurðardóttir, ÍFR - S4
Róbert Ísak Jónsson, Fjörður/SH - S14
Guðfinnur Karlsson, Fjörður - S11
Már Gunnarsson, ÍRB - S11
Hjörtur Már Ingvarsson, Fjörður - S5Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.