Fjárfesti ekki í vinnslu jarðefnaeldsneytis Sighvatur Arnmundsson skrifar 8. ágúst 2019 07:00 Jänschwalde-raforkuverið í Þýskalandi brennir kolum og losar 25 milljónir tonna af CO2 árlega. Nordicphotos/Getty „Miðað við allar þessar fjárfestingar sem settar eru í leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis þá stefnir bara í óefni hvað loftslagsmálin varðar,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna krefur íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör varðandi fjárfestingar þeirra í kolefnisvinnslu. Spurningar voru sendar til 45 aðila um miðjan júní og hafa nú borist 16 svör. „Við eigum ekki að vera að nota lífeyrissparnaðinn okkar í að grafa undan framtíð barnanna okkar. Það virkar frekar sérkennileg stefna. Þetta er ekkert umdeilt lengur hvernig staðan er í loftslagsmálum. Við bara horfum upp á það,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hörður segir aðstandendur verkefnisins vilja draga tvennt fram í dagsljósið. Annars vegar hvort fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum og fyrirtækjum sem tengist leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis og hins vegar hvort þau eigi fé bundið í slíkum aðilum. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og tengist hreyfingu sem kennir sig við slagorðið „Keep it in the ground“ sem vísar til að halda eigi jarðefnaeldsneytinu í jörðinni. Guðmundur kynntist þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum þegar bandaríski rithöfundurinn og umhverfissinninn Bill McKibben kom til Íslands á vegum Landverndar. „Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og þessi umræða fengið aukið brautargengi. Við erum svona að nema land hér með þessa hugmynd sem hefur verið í gangi mjög víða um heim. Þess vegna snúum við okkur til þeirra sem við vitum að hafa úr miklu að spila hvað varðar fjárfestingar erlendis,“ segir Guðmundur. Hann segir suma aðila hafa verið fljóta til að svara og eigi það sérstaklega við minni lífeyrissjóði og tryggingafélög. „En það vantar ennþá svör frá stórum lífeyrissjóðum og öllum bönkunum. Eins finnst okkur sum svör ekki fullnægjandi og ekki hægt að lesa út úr því hvort aðilar eigi fjármagn bundið í svona fyrirtækjum.“ Margir sjóðir hafi þó sett sér einhvers konar stefnu en Guðmundur bendir á að það fari ekki endilega alltaf saman við framkvæmdina. Bensín og olía Lífeyrissjóðir Umhverfismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
„Miðað við allar þessar fjárfestingar sem settar eru í leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis þá stefnir bara í óefni hvað loftslagsmálin varðar,“ segir Guðmundur Hörður Guðmundsson, stjórnarmaður í Öldu, félagi um sjálfbærni og lýðræði. Alda í samstarfi við Landvernd, Foreldra fyrir framtíðina og Unga umhverfissinna krefur íslensk fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóði um svör varðandi fjárfestingar þeirra í kolefnisvinnslu. Spurningar voru sendar til 45 aðila um miðjan júní og hafa nú borist 16 svör. „Við eigum ekki að vera að nota lífeyrissparnaðinn okkar í að grafa undan framtíð barnanna okkar. Það virkar frekar sérkennileg stefna. Þetta er ekkert umdeilt lengur hvernig staðan er í loftslagsmálum. Við bara horfum upp á það,“ segir Guðmundur. Guðmundur Hörður segir aðstandendur verkefnisins vilja draga tvennt fram í dagsljósið. Annars vegar hvort fjármálafyrirtæki hafi sett sér stefnu um að fjárfesta ekki í sjóðum og fyrirtækjum sem tengist leit og vinnslu jarðefnaeldsneytis og hins vegar hvort þau eigi fé bundið í slíkum aðilum. Verkefnið er að erlendri fyrirmynd og tengist hreyfingu sem kennir sig við slagorðið „Keep it in the ground“ sem vísar til að halda eigi jarðefnaeldsneytinu í jörðinni. Guðmundur kynntist þessum hugmyndum fyrir nokkrum árum þegar bandaríski rithöfundurinn og umhverfissinninn Bill McKibben kom til Íslands á vegum Landverndar. „Þetta hefur undið upp á sig síðan þá og þessi umræða fengið aukið brautargengi. Við erum svona að nema land hér með þessa hugmynd sem hefur verið í gangi mjög víða um heim. Þess vegna snúum við okkur til þeirra sem við vitum að hafa úr miklu að spila hvað varðar fjárfestingar erlendis,“ segir Guðmundur. Hann segir suma aðila hafa verið fljóta til að svara og eigi það sérstaklega við minni lífeyrissjóði og tryggingafélög. „En það vantar ennþá svör frá stórum lífeyrissjóðum og öllum bönkunum. Eins finnst okkur sum svör ekki fullnægjandi og ekki hægt að lesa út úr því hvort aðilar eigi fjármagn bundið í svona fyrirtækjum.“ Margir sjóðir hafi þó sett sér einhvers konar stefnu en Guðmundur bendir á að það fari ekki endilega alltaf saman við framkvæmdina.
Bensín og olía Lífeyrissjóðir Umhverfismál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira