Sport

Erna Sóley með næstlengsta kastið í undanúrslitunum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Erna Sóley keppir í úrslitum í fyrramálið.
Erna Sóley keppir í úrslitum í fyrramálið. Mynd/Kristófer Þorgrímsson

Erna Sóley Gunnarsdóttir var með næstlengsta kastið í undanúrslitum í kúluvarpi á EM U-20 ára í frjálsum íþróttum sem fer fram í Borås í Svíþjóð.

Erna Sóley kastaði 15,85 metra í þriðja kastinu sínu sem var hennar langbesta. Í fyrstu tilraun kastaði hún 15,04 metra og 15,08 metra í annarri tilraun.

Þriðja kastið hjá Ernu Sóleyju má sjá hér fyrir neðan.
Erna Sóley var með besta kastið í B-riðli. Hollendingurinn Jorinde van Klinken var með besta kastið í A-riðli og besta kastið í undanúrslitunum (16,90 metrar).

Úrslitin í kúluvarpi hefjast klukkan 08:30 á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.