Sport

Guðbjörg Jóna með þriðja besta tímann í undanúrslitunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg Jóna komst örugglega í úrslit.
Guðbjörg Jóna komst örugglega í úrslit. mynd/frí

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er komin í úrslit í 200 metra hlaupi á EM U-20 ára í frjálsum íþróttum sem fer fram í Borås í Svíþjóð.

Guðbjörg kom í mark á 23,63 sekúndum og var með þriðja besta tímann í undanúrslitunum.

Amy Hunt frá Bretlandi var með langbesta tímann í undanúrslitunum en hún hljóp á 23,14 sekúndum. Frakkinn Gemima Joseph var með næstbesta tímann (23,55 sekúndur).

Tími Guðbjargar í morgun var talsvert betri en í undanrásunum í gær. Þá hljóp hún á 24,06 sekúndum. Tíminn skipti þó ekki öllu máli því nóg var að enda í einu af þremur efstu sætunum í riðlinum til að komast í undanúrslit.

Stúlkurnar sem voru með fjóra bestu tímana í undanúrslitunum voru allar saman í riðli. Lucie Ferauge frá Belgíu var með besta tímann í riðli 2 (23,68 sekúndur).

Úrslitahlaupið hefst klukkan 16:25. Guðbjörg á fjórða besta tímann af þeim átta keppendunum sem komust í úrslit.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.