Sport

Guðbjörg Jóna með þriðja besta tímann í undanúrslitunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg Jóna komst örugglega í úrslit.
Guðbjörg Jóna komst örugglega í úrslit. mynd/frí
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er komin í úrslit í 200 metra hlaupi á EM U-20 ára í frjálsum íþróttum sem fer fram í Borås í Svíþjóð.

Guðbjörg kom í mark á 23,63 sekúndum og var með þriðja besta tímann í undanúrslitunum.

Amy Hunt frá Bretlandi var með langbesta tímann í undanúrslitunum en hún hljóp á 23,14 sekúndum. Frakkinn Gemima Joseph var með næstbesta tímann (23,55 sekúndur).

Tími Guðbjargar í morgun var talsvert betri en í undanrásunum í gær. Þá hljóp hún á 24,06 sekúndum. Tíminn skipti þó ekki öllu máli því nóg var að enda í einu af þremur efstu sætunum í riðlinum til að komast í undanúrslit.

Stúlkurnar sem voru með fjóra bestu tímana í undanúrslitunum voru allar saman í riðli. Lucie Ferauge frá Belgíu var með besta tímann í riðli 2 (23,68 sekúndur).

Úrslitahlaupið hefst klukkan 16:25. Guðbjörg á fjórða besta tímann af þeim átta keppendunum sem komust í úrslit.


Tengdar fréttir

Guðbjörg Jóna komst örugglega í undanúrslitin

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tryggði sér í dag sæti í undanúrslitum í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti 20 ára yngri sem fer fram þessa dagan í Borås í Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×