Fótbolti

Jafntefli Rostov og Spartak

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnar gekk í raðir Rostov í ársbyrjun 2018.
Ragnar gekk í raðir Rostov í ársbyrjun 2018. vísir/getty
Rostov og Spartak Moskva deila toppsæti rússnesku úrvalsdeildarinnar eftir tvær umferðir, liðin gerðu jafntefli í kvöld.

Ragnar Sigurðsson var í byrjunarliði Rostov og bar fyrirliðabandið en Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður.

Khoren Bayramyan kom Rostov yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik en Luiz Adriano jafnaði stuttu seinna með marki úr vítaspyrnu. Georgiy Dzhikiya kom gestunum frá Moskvu yfir á 66. mínútu og leit allt út fyrir að gestirnir færu með sigur.

Alexandr Zuev tryggði Rostov hins vegar stig í uppbótartíma.

Bæði lið eru með fjögur stig, líkt og Arsenal Tula og sitja á toppi rússnesku deildarinnar eins og er.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.