SÍN betra en LÍN? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:15 Eitt mikilvægasta hagsmunamál stúdenta er jafnt aðgengi að námi. Það eiga allir sem vilja að geta menntað sig. Þess vegna ber að gera þó nokkrar athugasemdir við frumvarp um breytingar á lánakerfi íslenskra námsmanna sem leit dagsins ljós 9. júlí sl. Innleiðing námsstyrkja er gott skref áfram en á sama tíma felur frumvarpið í sér nokkur skref afturábak. Þar ber helst að nefna hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör. Auk þess eru möguleikar námsmanna til tekjutengdra endurgreiðslna takmarkaðir, hvorki eru gerðar efnisbreytingar á hlutverki né markmiði sjóðsins og stúdentum er ekki tryggð fullnægjandi framfærsla hjá sjóðnum svo þeir geti framfleytt sér í námi. Það er nauðsynlegt að endurskoða þessi atriði svo betri sátt skapist um lánasjóðinn í nýju kerfi en hefur verið í núverandi umhverfi.Vankantar frumvarpsins Hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör á námslán eru veigamiklar breytingar frá gildandi kerfi. Á sama tíma boðar frumvarpið námsstyrki fyrir ákveðna hópa en aðrir lántakar verða á 100% lánum hjá sjóðnum og það er einmitt hópurinn sem getur komið illa út úr breyttu kerfi ef af verður. Fyrir þá boðar nýtt kerfi hærri vexti og þyngri endurgreiðslubyrði, sérstaklega þegar efnahagsástandið er sem verst. Breytilegir vextir sem geta flökt um tugi punkta á dag og eru án hámarks gera nýtt kerfi mjög ófyrirsjáanlegt fyrir stúdenta. Það er engin leið að vita hvaða vaxtakjör námslánið mun bera þegar endurgreiðslur hefjast sem felur í sér mikið óöryggi. Í gildandi kerfi er 3% vaxtahámark en í nýju kerfi skal ráðherra skipa nefnd sem endurskoðar vexti ef þeir ná 4% vegna verðtryggðra lána og 9% vegna óverðtryggðra. Skipun nefndarinnar stöðvar þó ekki hækkun vaxta. Vextir halda áfram að flökta og stúdentar þyrftu að treysta á pólítískan vilja ráðherra til að bregðast við háu vaxtastigi. Í nýju frumvarpi koma verðtryggð lán með tekjutengdum endurgreiðslum best út fyrir tekjulægstu hópana. Það endurgreiðslufyrirkomulag er aðeins í boði fyrir þá sem klára nám fyrir 35 ára aldur eða á því aldursári. Ekkert svigrúm er fyrir tekjutengingu handa eldri stúdentum sem takmarkar óhjákvæmilega aðgang eldri, tekjulægri hópa að fýsilegustu lánakjörum sjóðsins, sérstaklega í nám sem veitir réttindi í tekjulægri stéttum. Markmiði frumvarpsins um að hvetja námsmenn til að klára nám á tilsettum tíma verður ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér á meðan námi stendur. Það skýtur því skökku við að frumvarpið boði hvorki breytingar á framfærslulánum til stúdenta né efnisbreytingar á hlutverki og markmiði sjóðsins. Stjórn sjóðsins ákveður frítekjumark, framfærslu og fleiri atriði sem skipta miklu máli þegar kemur að því hvernig námslánakerfið virkar fyrir stúdenta. Þó nafni sjóðsins verði mögulega breytt mun nýr sjóður og þar með stjórn hans vinna að sömu markmiðum og gegna sama hlutverki og lánasjóðurinn gerir í dag. Það er ekkert sem segir okkur að fjárhagsörðugleikar verði ekki lengur þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar hætta í háskólanámi í eitt ár eða meira og hafa þá síður kost á 30% niðurfellingu láns. Alveg ómögulegt? Nei frumvarpið er langt því frá að vera ómögulegt í alla staði. Síðustu frumvörp um nýtt lánasjóðskerfi komu fram þegar minna en ár var í næstu Alþingiskosningar. Þetta frumvarp er ekki sett fram í slíkri tímaþröng, sem er jákvætt. Frumvarpið boðar styrki til foreldra í stað viðbótarlána vegna barna sem er af hinu góða og jafnari dreifing styrkja sem sjóðurinn veitir til lántaka er það einnig. Staðan er þó sú að vextir þurfa ekki að hækka mikið til að nýtt kerfi verði óhagstæðara fyrir töluverðan hluta námsmanna og skortur er á breytingum sem ætla má að bæti hag lántaka meðan á námi stendur.Höfundur er forseti Stúdentaráðs HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Kjaramál Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta hagsmunamál stúdenta er jafnt aðgengi að námi. Það eiga allir sem vilja að geta menntað sig. Þess vegna ber að gera þó nokkrar athugasemdir við frumvarp um breytingar á lánakerfi íslenskra námsmanna sem leit dagsins ljós 9. júlí sl. Innleiðing námsstyrkja er gott skref áfram en á sama tíma felur frumvarpið í sér nokkur skref afturábak. Þar ber helst að nefna hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör. Auk þess eru möguleikar námsmanna til tekjutengdra endurgreiðslna takmarkaðir, hvorki eru gerðar efnisbreytingar á hlutverki né markmiði sjóðsins og stúdentum er ekki tryggð fullnægjandi framfærsla hjá sjóðnum svo þeir geti framfleytt sér í námi. Það er nauðsynlegt að endurskoða þessi atriði svo betri sátt skapist um lánasjóðinn í nýju kerfi en hefur verið í núverandi umhverfi.Vankantar frumvarpsins Hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör á námslán eru veigamiklar breytingar frá gildandi kerfi. Á sama tíma boðar frumvarpið námsstyrki fyrir ákveðna hópa en aðrir lántakar verða á 100% lánum hjá sjóðnum og það er einmitt hópurinn sem getur komið illa út úr breyttu kerfi ef af verður. Fyrir þá boðar nýtt kerfi hærri vexti og þyngri endurgreiðslubyrði, sérstaklega þegar efnahagsástandið er sem verst. Breytilegir vextir sem geta flökt um tugi punkta á dag og eru án hámarks gera nýtt kerfi mjög ófyrirsjáanlegt fyrir stúdenta. Það er engin leið að vita hvaða vaxtakjör námslánið mun bera þegar endurgreiðslur hefjast sem felur í sér mikið óöryggi. Í gildandi kerfi er 3% vaxtahámark en í nýju kerfi skal ráðherra skipa nefnd sem endurskoðar vexti ef þeir ná 4% vegna verðtryggðra lána og 9% vegna óverðtryggðra. Skipun nefndarinnar stöðvar þó ekki hækkun vaxta. Vextir halda áfram að flökta og stúdentar þyrftu að treysta á pólítískan vilja ráðherra til að bregðast við háu vaxtastigi. Í nýju frumvarpi koma verðtryggð lán með tekjutengdum endurgreiðslum best út fyrir tekjulægstu hópana. Það endurgreiðslufyrirkomulag er aðeins í boði fyrir þá sem klára nám fyrir 35 ára aldur eða á því aldursári. Ekkert svigrúm er fyrir tekjutengingu handa eldri stúdentum sem takmarkar óhjákvæmilega aðgang eldri, tekjulægri hópa að fýsilegustu lánakjörum sjóðsins, sérstaklega í nám sem veitir réttindi í tekjulægri stéttum. Markmiði frumvarpsins um að hvetja námsmenn til að klára nám á tilsettum tíma verður ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér á meðan námi stendur. Það skýtur því skökku við að frumvarpið boði hvorki breytingar á framfærslulánum til stúdenta né efnisbreytingar á hlutverki og markmiði sjóðsins. Stjórn sjóðsins ákveður frítekjumark, framfærslu og fleiri atriði sem skipta miklu máli þegar kemur að því hvernig námslánakerfið virkar fyrir stúdenta. Þó nafni sjóðsins verði mögulega breytt mun nýr sjóður og þar með stjórn hans vinna að sömu markmiðum og gegna sama hlutverki og lánasjóðurinn gerir í dag. Það er ekkert sem segir okkur að fjárhagsörðugleikar verði ekki lengur þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar hætta í háskólanámi í eitt ár eða meira og hafa þá síður kost á 30% niðurfellingu láns. Alveg ómögulegt? Nei frumvarpið er langt því frá að vera ómögulegt í alla staði. Síðustu frumvörp um nýtt lánasjóðskerfi komu fram þegar minna en ár var í næstu Alþingiskosningar. Þetta frumvarp er ekki sett fram í slíkri tímaþröng, sem er jákvætt. Frumvarpið boðar styrki til foreldra í stað viðbótarlána vegna barna sem er af hinu góða og jafnari dreifing styrkja sem sjóðurinn veitir til lántaka er það einnig. Staðan er þó sú að vextir þurfa ekki að hækka mikið til að nýtt kerfi verði óhagstæðara fyrir töluverðan hluta námsmanna og skortur er á breytingum sem ætla má að bæti hag lántaka meðan á námi stendur.Höfundur er forseti Stúdentaráðs HÍ
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun