SÍN betra en LÍN? Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 24. júlí 2019 14:15 Eitt mikilvægasta hagsmunamál stúdenta er jafnt aðgengi að námi. Það eiga allir sem vilja að geta menntað sig. Þess vegna ber að gera þó nokkrar athugasemdir við frumvarp um breytingar á lánakerfi íslenskra námsmanna sem leit dagsins ljós 9. júlí sl. Innleiðing námsstyrkja er gott skref áfram en á sama tíma felur frumvarpið í sér nokkur skref afturábak. Þar ber helst að nefna hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör. Auk þess eru möguleikar námsmanna til tekjutengdra endurgreiðslna takmarkaðir, hvorki eru gerðar efnisbreytingar á hlutverki né markmiði sjóðsins og stúdentum er ekki tryggð fullnægjandi framfærsla hjá sjóðnum svo þeir geti framfleytt sér í námi. Það er nauðsynlegt að endurskoða þessi atriði svo betri sátt skapist um lánasjóðinn í nýju kerfi en hefur verið í núverandi umhverfi.Vankantar frumvarpsins Hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör á námslán eru veigamiklar breytingar frá gildandi kerfi. Á sama tíma boðar frumvarpið námsstyrki fyrir ákveðna hópa en aðrir lántakar verða á 100% lánum hjá sjóðnum og það er einmitt hópurinn sem getur komið illa út úr breyttu kerfi ef af verður. Fyrir þá boðar nýtt kerfi hærri vexti og þyngri endurgreiðslubyrði, sérstaklega þegar efnahagsástandið er sem verst. Breytilegir vextir sem geta flökt um tugi punkta á dag og eru án hámarks gera nýtt kerfi mjög ófyrirsjáanlegt fyrir stúdenta. Það er engin leið að vita hvaða vaxtakjör námslánið mun bera þegar endurgreiðslur hefjast sem felur í sér mikið óöryggi. Í gildandi kerfi er 3% vaxtahámark en í nýju kerfi skal ráðherra skipa nefnd sem endurskoðar vexti ef þeir ná 4% vegna verðtryggðra lána og 9% vegna óverðtryggðra. Skipun nefndarinnar stöðvar þó ekki hækkun vaxta. Vextir halda áfram að flökta og stúdentar þyrftu að treysta á pólítískan vilja ráðherra til að bregðast við háu vaxtastigi. Í nýju frumvarpi koma verðtryggð lán með tekjutengdum endurgreiðslum best út fyrir tekjulægstu hópana. Það endurgreiðslufyrirkomulag er aðeins í boði fyrir þá sem klára nám fyrir 35 ára aldur eða á því aldursári. Ekkert svigrúm er fyrir tekjutengingu handa eldri stúdentum sem takmarkar óhjákvæmilega aðgang eldri, tekjulægri hópa að fýsilegustu lánakjörum sjóðsins, sérstaklega í nám sem veitir réttindi í tekjulægri stéttum. Markmiði frumvarpsins um að hvetja námsmenn til að klára nám á tilsettum tíma verður ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér á meðan námi stendur. Það skýtur því skökku við að frumvarpið boði hvorki breytingar á framfærslulánum til stúdenta né efnisbreytingar á hlutverki og markmiði sjóðsins. Stjórn sjóðsins ákveður frítekjumark, framfærslu og fleiri atriði sem skipta miklu máli þegar kemur að því hvernig námslánakerfið virkar fyrir stúdenta. Þó nafni sjóðsins verði mögulega breytt mun nýr sjóður og þar með stjórn hans vinna að sömu markmiðum og gegna sama hlutverki og lánasjóðurinn gerir í dag. Það er ekkert sem segir okkur að fjárhagsörðugleikar verði ekki lengur þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar hætta í háskólanámi í eitt ár eða meira og hafa þá síður kost á 30% niðurfellingu láns. Alveg ómögulegt? Nei frumvarpið er langt því frá að vera ómögulegt í alla staði. Síðustu frumvörp um nýtt lánasjóðskerfi komu fram þegar minna en ár var í næstu Alþingiskosningar. Þetta frumvarp er ekki sett fram í slíkri tímaþröng, sem er jákvætt. Frumvarpið boðar styrki til foreldra í stað viðbótarlána vegna barna sem er af hinu góða og jafnari dreifing styrkja sem sjóðurinn veitir til lántaka er það einnig. Staðan er þó sú að vextir þurfa ekki að hækka mikið til að nýtt kerfi verði óhagstæðara fyrir töluverðan hluta námsmanna og skortur er á breytingum sem ætla má að bæti hag lántaka meðan á námi stendur.Höfundur er forseti Stúdentaráðs HÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Kjaramál Námslán Skóla - og menntamál Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Eitt mikilvægasta hagsmunamál stúdenta er jafnt aðgengi að námi. Það eiga allir sem vilja að geta menntað sig. Þess vegna ber að gera þó nokkrar athugasemdir við frumvarp um breytingar á lánakerfi íslenskra námsmanna sem leit dagsins ljós 9. júlí sl. Innleiðing námsstyrkja er gott skref áfram en á sama tíma felur frumvarpið í sér nokkur skref afturábak. Þar ber helst að nefna hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör. Auk þess eru möguleikar námsmanna til tekjutengdra endurgreiðslna takmarkaðir, hvorki eru gerðar efnisbreytingar á hlutverki né markmiði sjóðsins og stúdentum er ekki tryggð fullnægjandi framfærsla hjá sjóðnum svo þeir geti framfleytt sér í námi. Það er nauðsynlegt að endurskoða þessi atriði svo betri sátt skapist um lánasjóðinn í nýju kerfi en hefur verið í núverandi umhverfi.Vankantar frumvarpsins Hækkun vaxta, afnám vaxtahámarks og breytileg vaxtakjör á námslán eru veigamiklar breytingar frá gildandi kerfi. Á sama tíma boðar frumvarpið námsstyrki fyrir ákveðna hópa en aðrir lántakar verða á 100% lánum hjá sjóðnum og það er einmitt hópurinn sem getur komið illa út úr breyttu kerfi ef af verður. Fyrir þá boðar nýtt kerfi hærri vexti og þyngri endurgreiðslubyrði, sérstaklega þegar efnahagsástandið er sem verst. Breytilegir vextir sem geta flökt um tugi punkta á dag og eru án hámarks gera nýtt kerfi mjög ófyrirsjáanlegt fyrir stúdenta. Það er engin leið að vita hvaða vaxtakjör námslánið mun bera þegar endurgreiðslur hefjast sem felur í sér mikið óöryggi. Í gildandi kerfi er 3% vaxtahámark en í nýju kerfi skal ráðherra skipa nefnd sem endurskoðar vexti ef þeir ná 4% vegna verðtryggðra lána og 9% vegna óverðtryggðra. Skipun nefndarinnar stöðvar þó ekki hækkun vaxta. Vextir halda áfram að flökta og stúdentar þyrftu að treysta á pólítískan vilja ráðherra til að bregðast við háu vaxtastigi. Í nýju frumvarpi koma verðtryggð lán með tekjutengdum endurgreiðslum best út fyrir tekjulægstu hópana. Það endurgreiðslufyrirkomulag er aðeins í boði fyrir þá sem klára nám fyrir 35 ára aldur eða á því aldursári. Ekkert svigrúm er fyrir tekjutengingu handa eldri stúdentum sem takmarkar óhjákvæmilega aðgang eldri, tekjulægri hópa að fýsilegustu lánakjörum sjóðsins, sérstaklega í nám sem veitir réttindi í tekjulægri stéttum. Markmiði frumvarpsins um að hvetja námsmenn til að klára nám á tilsettum tíma verður ekki náð nema öruggt sé að stúdentar geti framfleytt sér á meðan námi stendur. Það skýtur því skökku við að frumvarpið boði hvorki breytingar á framfærslulánum til stúdenta né efnisbreytingar á hlutverki og markmiði sjóðsins. Stjórn sjóðsins ákveður frítekjumark, framfærslu og fleiri atriði sem skipta miklu máli þegar kemur að því hvernig námslánakerfið virkar fyrir stúdenta. Þó nafni sjóðsins verði mögulega breytt mun nýr sjóður og þar með stjórn hans vinna að sömu markmiðum og gegna sama hlutverki og lánasjóðurinn gerir í dag. Það er ekkert sem segir okkur að fjárhagsörðugleikar verði ekki lengur þriðja algengasta ástæða þess að íslenskir stúdentar hætta í háskólanámi í eitt ár eða meira og hafa þá síður kost á 30% niðurfellingu láns. Alveg ómögulegt? Nei frumvarpið er langt því frá að vera ómögulegt í alla staði. Síðustu frumvörp um nýtt lánasjóðskerfi komu fram þegar minna en ár var í næstu Alþingiskosningar. Þetta frumvarp er ekki sett fram í slíkri tímaþröng, sem er jákvætt. Frumvarpið boðar styrki til foreldra í stað viðbótarlána vegna barna sem er af hinu góða og jafnari dreifing styrkja sem sjóðurinn veitir til lántaka er það einnig. Staðan er þó sú að vextir þurfa ekki að hækka mikið til að nýtt kerfi verði óhagstæðara fyrir töluverðan hluta námsmanna og skortur er á breytingum sem ætla má að bæti hag lántaka meðan á námi stendur.Höfundur er forseti Stúdentaráðs HÍ
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun