Mega börn ekki hafa skoðanir fyrr en þau eru 18 ára? Hildur Lilja Jónsdóttir og Eiður Axelsson Welding skrifar 10. júlí 2019 13:30 Í síðustu viku komu fram sterkar skoðanir á því hvort ungmenni í Vinnuskólanum í Reykjavík ættu að fá fræðslu um umhverfismál í víðum skilningi og um mögulegar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Að því tilefni langar okkur að leggja áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk fái slíka fræðslu til þess að geta myndað sér skoðanir og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Hvernig eiga börn annars að mynda sér sjálfstæðar skoðanir fái þau ekki fræðslu um þætti eins og samfélagsmál, mannréttindi, mismunun, lýðræði og gagnrýna hugsun? Íslensk menntastefna leggur áherslu á mikilvægi þess að ungmenni tileinki sér gagnrýna hugsun en í aðalnámskrá grunnskóla segir:,,Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 22)Á öðrum stað í aðalnámsskránni segir:„Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda sem og skapandi hugsun og lausnaleit. Nemendur eiga að þjálfast í að rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti. Mikilvægt er að nemendur læri að ígrunda eigin hugsanir og geri sér grein fyrir hvaða áhrif tilfinningar hafa á hugsanagang þeirra, heilbrigða dómgreind og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum.” (bls. 38)Því má segja að umrædd kynning/fræðsla hjá vinnuskólanum sé í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og eigi erindi við ungmenni á grunnskólastigi. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra skrifaði í formála Aðalnámsskrár grunnskóla: “Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.” (bls. 7) Ungmenni nú til dags eru mjög upplýst um það sem er að gerast í heiminum vegna nútíma tækni og samfélagsmiðla. Það að fá fræðslu um umheiminn og samfélagið sem við búum í gefur okkur, unga fólkinu, tækifæri til að mynda okkur skoðanir og gerir okkur betur í stakk búin til þess að geta tekið þátt í umræðunni og látið gott að okkur leiða fyrir samfélagið. Í tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er fjallað um rétt barna til þess að láta í ljós skoðanir sínar: „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.” Höfundar líta svo á að fræðsla Vinnuskóla Reykjavíkur samræmist án nokkurs vafa Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og fagna hverskyns fræðslu um samfélagsmál og þvertaka fyrir fullyrðingar um að heilaþvotti og annars konar ofbeldi hafi verið beitt, enda var þessi fræðsla valfrjáls. Einnig viljum við benda á að nám í kynjafræði er hvorki til þess að niðurlægja börnin né byggt á öðru en staðreyndum t.d. um réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Kynjafræði og hugtök hennar eru mikilvægur þáttur í að gera nemendur meðvitaða um stöðu kynjanna í samfélaginu og veitir tækifæri til umræðu um réttindi og stöðu ólíkra einstaklinga og hópa í okkar samfélagi. Það er okkar von að þessi fræðigrein verði kennd sem víðast og á öllum skólastigum enda aldrei of snemmt að fræða börn um samfélagsleg málefni, jafnrétti, mannréttindi og lýðræði. Börn eru ekki autt blað til 18 ára aldurs og eiga ekki að vera það. Það er því óþarfi að gera ráð fyrir því og hræðast raddir og skoðanir barna og unglinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. 3. júlí 2019 06:15 Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Í síðustu viku komu fram sterkar skoðanir á því hvort ungmenni í Vinnuskólanum í Reykjavík ættu að fá fræðslu um umhverfismál í víðum skilningi og um mögulegar leiðir til að koma skoðunum sínum á framfæri. Að því tilefni langar okkur að leggja áherslu á mikilvægi þess að ungt fólk fái slíka fræðslu til þess að geta myndað sér skoðanir og verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Hvernig eiga börn annars að mynda sér sjálfstæðar skoðanir fái þau ekki fræðslu um þætti eins og samfélagsmál, mannréttindi, mismunun, lýðræði og gagnrýna hugsun? Íslensk menntastefna leggur áherslu á mikilvægi þess að ungmenni tileinki sér gagnrýna hugsun en í aðalnámskrá grunnskóla segir:,,Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 22)Á öðrum stað í aðalnámsskránni segir:„Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda sem og skapandi hugsun og lausnaleit. Nemendur eiga að þjálfast í að rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti. Mikilvægt er að nemendur læri að ígrunda eigin hugsanir og geri sér grein fyrir hvaða áhrif tilfinningar hafa á hugsanagang þeirra, heilbrigða dómgreind og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum.” (bls. 38)Því má segja að umrædd kynning/fræðsla hjá vinnuskólanum sé í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og eigi erindi við ungmenni á grunnskólastigi. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra skrifaði í formála Aðalnámsskrár grunnskóla: “Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.” (bls. 7) Ungmenni nú til dags eru mjög upplýst um það sem er að gerast í heiminum vegna nútíma tækni og samfélagsmiðla. Það að fá fræðslu um umheiminn og samfélagið sem við búum í gefur okkur, unga fólkinu, tækifæri til að mynda okkur skoðanir og gerir okkur betur í stakk búin til þess að geta tekið þátt í umræðunni og látið gott að okkur leiða fyrir samfélagið. Í tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er fjallað um rétt barna til þess að láta í ljós skoðanir sínar: „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.” Höfundar líta svo á að fræðsla Vinnuskóla Reykjavíkur samræmist án nokkurs vafa Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og fagna hverskyns fræðslu um samfélagsmál og þvertaka fyrir fullyrðingar um að heilaþvotti og annars konar ofbeldi hafi verið beitt, enda var þessi fræðsla valfrjáls. Einnig viljum við benda á að nám í kynjafræði er hvorki til þess að niðurlægja börnin né byggt á öðru en staðreyndum t.d. um réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Kynjafræði og hugtök hennar eru mikilvægur þáttur í að gera nemendur meðvitaða um stöðu kynjanna í samfélaginu og veitir tækifæri til umræðu um réttindi og stöðu ólíkra einstaklinga og hópa í okkar samfélagi. Það er okkar von að þessi fræðigrein verði kennd sem víðast og á öllum skólastigum enda aldrei of snemmt að fræða börn um samfélagsleg málefni, jafnrétti, mannréttindi og lýðræði. Börn eru ekki autt blað til 18 ára aldurs og eiga ekki að vera það. Það er því óþarfi að gera ráð fyrir því og hræðast raddir og skoðanir barna og unglinga.
Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði. 3. júlí 2019 06:15
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun