Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 26. nóvember 2024 10:00 Tugþúsundir eldri borgara hafa fengið bakreikning frá Tryggingastofnun á undanförnum árum vegna vanáætlaðra fjármagnstekna. Oftast eru þetta í raun neikvæðir vextir af sparireikningunum. Þótt þeir skili ávöxtun í krónum talið, þá heldur sú ávöxtun ekki í við verðbólguna sem hefur í raun rýrt sparifé fólksins – eldri borgara sem hafa verið að nurla saman á sparifjárreikninga til að eiga borð fyrir báru ef þeir þurfa að mæta óvæntum útgjöldum. Almennt launafólk þarf ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af fyrstu 300 þúsund krónunum sem það fær í vexti af sparnaði í banka. Með sérstöku frítekjumarki vaxtatekna er almennum sparifjáreigendum þannig hlíft við skattlagningu lágra og neikvæðra vaxta. Öðru máli gegnir um eldri borgara. Þar koma vaxtatekjur strax frá fyrstu krónu til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar, jafnvel þegar bankareikningur ber enga raunvexti heldur aðeins verðbætur. Slíkar skerðingar vegna sparnaðar á lágum eða neikvæðum raunvöxtum voru meginorsök þess að 36 þúsund eldri borgarar fengu bakreikning frá TR síðasta sumar og voru krafðir um að meðaltali 271 þúsund krónur. Í komandi alþingiskosningum óskum við í Samfylkingunni eftir umboði þjóðarinnar til að leiðrétta þessa mismunun gagnvart eldra fólki. Það er óhæfa að ellilífeyrir sé stórskertur vegna sparnaðar jafnvel þegar ekki er um að ræða neina raunverulega eignaaukningu eða rauntekjur af inneign fólks. Samfylkingin mun koma á sérstöku frítekjumarki vaxtatekna til jafns við frítekjumarkið í skattkerfinu. Þannig tryggjum við að tugþúsundum færri eldri borgarar fái bakreikning frá TR. Þetta er réttlætismál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Tugþúsundir eldri borgara hafa fengið bakreikning frá Tryggingastofnun á undanförnum árum vegna vanáætlaðra fjármagnstekna. Oftast eru þetta í raun neikvæðir vextir af sparireikningunum. Þótt þeir skili ávöxtun í krónum talið, þá heldur sú ávöxtun ekki í við verðbólguna sem hefur í raun rýrt sparifé fólksins – eldri borgara sem hafa verið að nurla saman á sparifjárreikninga til að eiga borð fyrir báru ef þeir þurfa að mæta óvæntum útgjöldum. Almennt launafólk þarf ekki að greiða fjármagnstekjuskatt af fyrstu 300 þúsund krónunum sem það fær í vexti af sparnaði í banka. Með sérstöku frítekjumarki vaxtatekna er almennum sparifjáreigendum þannig hlíft við skattlagningu lágra og neikvæðra vaxta. Öðru máli gegnir um eldri borgara. Þar koma vaxtatekjur strax frá fyrstu krónu til skerðingar á greiðslum Tryggingastofnunar, jafnvel þegar bankareikningur ber enga raunvexti heldur aðeins verðbætur. Slíkar skerðingar vegna sparnaðar á lágum eða neikvæðum raunvöxtum voru meginorsök þess að 36 þúsund eldri borgarar fengu bakreikning frá TR síðasta sumar og voru krafðir um að meðaltali 271 þúsund krónur. Í komandi alþingiskosningum óskum við í Samfylkingunni eftir umboði þjóðarinnar til að leiðrétta þessa mismunun gagnvart eldra fólki. Það er óhæfa að ellilífeyrir sé stórskertur vegna sparnaðar jafnvel þegar ekki er um að ræða neina raunverulega eignaaukningu eða rauntekjur af inneign fólks. Samfylkingin mun koma á sérstöku frítekjumarki vaxtatekna til jafns við frítekjumarkið í skattkerfinu. Þannig tryggjum við að tugþúsundum færri eldri borgarar fái bakreikning frá TR. Þetta er réttlætismál. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar