
Mega börn ekki hafa skoðanir fyrr en þau eru 18 ára?
Hvernig eiga börn annars að mynda sér sjálfstæðar skoðanir fái þau ekki fræðslu um þætti eins og samfélagsmál, mannréttindi, mismunun, lýðræði og gagnrýna hugsun?
Íslensk menntastefna leggur áherslu á mikilvægi þess að ungmenni tileinki sér gagnrýna hugsun en í aðalnámskrá grunnskóla segir:
,,Jafnréttismenntun felur í sér gagnrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttinda annarra.“ (Aðalnámskrá grunnskóla, bls. 22)
Á öðrum stað í aðalnámsskránni segir:
„Efla ber rökhugsun og gagnrýna hugsun nemenda sem og skapandi hugsun og lausnaleit. Nemendur eiga að þjálfast í að rökræða og rökstyðja mál sitt í ræðu og riti. Mikilvægt er að nemendur læri að ígrunda eigin hugsanir og geri sér grein fyrir hvaða áhrif tilfinningar hafa á hugsanagang þeirra, heilbrigða dómgreind og hæfileika til þess að bregðast við nýjum aðstæðum.” (bls. 38)
Því má segja að umrædd kynning/fræðsla hjá vinnuskólanum sé í samræmi við menntastefnu stjórnvalda og eigi erindi við ungmenni á grunnskólastigi. Katrín Jakobsdóttir fyrrverandi menntamálaráðherra skrifaði í formála Aðalnámsskrár grunnskóla: “Skólar eru í raun einu stofnanir samfélagsins sem geta tryggt öllum uppvaxandi kynslóðum tækifæri til að búa sig undir þátttöku í virku lýðræði, þjálfa gagnrýna og skapandi hugsun og mæta ólíkum félagslegum og menningarlegum aðstæðum.” (bls. 7)
Ungmenni nú til dags eru mjög upplýst um það sem er að gerast í heiminum vegna nútíma tækni og samfélagsmiðla. Það að fá fræðslu um umheiminn og samfélagið sem við búum í gefur okkur, unga fólkinu, tækifæri til að mynda okkur skoðanir og gerir okkur betur í stakk búin til þess að geta tekið þátt í umræðunni og látið gott að okkur leiða fyrir samfélagið.
Í tólftu grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er fjallað um rétt barna til þess að láta í ljós skoðanir sínar: „Börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska. Börnum skal veitt tækifæri til að tjá sig um eigin málefni við málsmeðferð fyrir dómi eða stjórnvaldi.”
Höfundar líta svo á að fræðsla Vinnuskóla Reykjavíkur samræmist án nokkurs vafa Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og fagna hverskyns fræðslu um samfélagsmál og þvertaka fyrir fullyrðingar um að heilaþvotti og annars konar ofbeldi hafi verið beitt, enda var þessi fræðsla valfrjáls.
Einnig viljum við benda á að nám í kynjafræði er hvorki til þess að niðurlægja börnin né byggt á öðru en staðreyndum t.d. um réttindabaráttu kvenna og minnihlutahópa. Kynjafræði og hugtök hennar eru mikilvægur þáttur í að gera nemendur meðvitaða um stöðu kynjanna í samfélaginu og veitir tækifæri til umræðu um réttindi og stöðu ólíkra einstaklinga og hópa í okkar samfélagi. Það er okkar von að þessi fræðigrein verði kennd sem víðast og á öllum skólastigum enda aldrei of snemmt að fræða börn um samfélagsleg málefni, jafnrétti, mannréttindi og lýðræði. Börn eru ekki autt blað til 18 ára aldurs og eiga ekki að vera það. Það er því óþarfi að gera ráð fyrir því og hræðast raddir og skoðanir barna og unglinga.
Tengdar fréttir

Gjörsamlega út fyrir öll velsæmismörk
Á laugardag mótmælti hópur nemenda Vinnuskóla Reykjavíkur aðgerðarleysi stjórnmálamanna í loftslagsmálum, ásamt því að heimsækja umhverfisráð borgarinnar og læra um getu sína til aðgerða, gera mótmælaskilti og spila leiki tengda umhverfismálum og lýðræði.
Skoðun

Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Er Akureyri að missa háskólann sinn?
Aðalbjörn Jóhannsson skrifar

Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims
Stella Samúelsdóttir skrifar

Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein
Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum
Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar

Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja
Þorsteinn Siglaugsson skrifar

Andaðu rólega elskan...
Ester Hilmarsdóttir skrifar

Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir
Bogi Ragnarsson skrifar

Kópavogsleiðinn
Ragnar Þór Pétursson skrifar

Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum
Nótt Thorberg skrifar

Lærum að lesa og reikna
Jón Pétur Zimsen skrifar

Loforðið sem borgarstjóri gleymdi
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Kristrún, það er bannað að plata
Snorri Másson skrifar

Öndunaræfingar í boði SFS
Vala Árnadóttir skrifar

Öndum rólega – á meðan húsið brennur
Magnús Magnússon skrifar

Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum
Jóhann Páll Jóhannsson skrifar

Mestu aularnir í Vetrarbrautinni
Kári Helgason skrifar

Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar
Halla Gunnarsdóttir skrifar

50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni?
Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar

Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi
Ásdís Kristjánsdóttir skrifar

Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ferðalag úr fangelsi hugans
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Hraðahindranir fyrir strætó
Sveinn Ólafsson skrifar

Íslenzkir sambandsríkissinnar
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Garðurinn okkar fyllist af illgresi
Davíð Bergmann skrifar

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar