2300 stelpur í 344 liðum frá 41 félagi á Símamótinu um helgina Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. júlí 2019 11:30 KR og Breiðablik eigast hér við í leik í morgun. vísir/vilhelm 2300 stelpur hvaðanæva að á landinu taka þátt í Símamótinu sem fer fram á félagssvæði Breiðabliks í Fífunni í Kópavogi um helgina. 41 félag sendir lið á mótið en alls eru liðin 344 talsins. Jóhann Þór Jóhannsson, formaður barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, segir Símamótið langstærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi og það hafi farið stækkandi. Þannig séu fleiri þátttakendur í ár heldur en í fyrra. Keppni hófst klukkan hálfníu í morgun og í kvöld er svo setningarathöfnin. Hún er vanalega á fimmtudagskvöldið en vegna Evrópuleiks hjá meistaraflokki karla í Breiðabliki verður mótið sett formlega í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur mótið og Friðrik Dór heldur svo uppi fjöri.Mótið er stærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi.vísir/vilhelmStelpurnar sem keppa eru frá 7. flokki og upp í 5. flokk og er mótið riðlakeppni með styrkleikaröðun. Breiðablik sendir flest lið á mótið, alls 34. Jóhann segir að svona mót gæti aldrei gengið ef ekki væri fyrir dyggan stuðning sjálfboðaliða. „Foreldrar í Breiðabliki fá niðurgreiðslu á æfingagjöldum fyrir að taka vakt á mótinu. Við tókum þetta saman hvað þetta er mikil vinna og þetta eru 150 dagsverk sem verið er að manna yfir helgina,“ segir Jóhann. Keppni lýkur um þrjúleytið á sunnudag. Síminn sýnir beint frá mótinu og þá má nálgast allar upplýsingar um úrslit og leiki á vefsíðu mótsins.Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmMótið stendur alla helgina.vísir/vilhelm Íslenski boltinn Kópavogur Krakkar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
2300 stelpur hvaðanæva að á landinu taka þátt í Símamótinu sem fer fram á félagssvæði Breiðabliks í Fífunni í Kópavogi um helgina. 41 félag sendir lið á mótið en alls eru liðin 344 talsins. Jóhann Þór Jóhannsson, formaður barna- og unglingaráðs hjá Breiðabliki, segir Símamótið langstærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi og það hafi farið stækkandi. Þannig séu fleiri þátttakendur í ár heldur en í fyrra. Keppni hófst klukkan hálfníu í morgun og í kvöld er svo setningarathöfnin. Hún er vanalega á fimmtudagskvöldið en vegna Evrópuleiks hjá meistaraflokki karla í Breiðabliki verður mótið sett formlega í kvöld. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur mótið og Friðrik Dór heldur svo uppi fjöri.Mótið er stærsta fótboltamót sem haldið er hér á landi.vísir/vilhelmStelpurnar sem keppa eru frá 7. flokki og upp í 5. flokk og er mótið riðlakeppni með styrkleikaröðun. Breiðablik sendir flest lið á mótið, alls 34. Jóhann segir að svona mót gæti aldrei gengið ef ekki væri fyrir dyggan stuðning sjálfboðaliða. „Foreldrar í Breiðabliki fá niðurgreiðslu á æfingagjöldum fyrir að taka vakt á mótinu. Við tókum þetta saman hvað þetta er mikil vinna og þetta eru 150 dagsverk sem verið er að manna yfir helgina,“ segir Jóhann. Keppni lýkur um þrjúleytið á sunnudag. Síminn sýnir beint frá mótinu og þá má nálgast allar upplýsingar um úrslit og leiki á vefsíðu mótsins.Knattspyrnustúlka í Val fagnar góðu gengi.vísir/vilhelmMótið stendur alla helgina.vísir/vilhelm
Íslenski boltinn Kópavogur Krakkar Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira