Sport

Meistarinn í úrslit á Wimbledon

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Djokovic hefur sex sinnum komist í úrslit á Wimbledon.
Djokovic hefur sex sinnum komist í úrslit á Wimbledon. vísir/getty

Novak Djokovic er kominn í úrslit í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis annað árið í röð eftir sigur á Roberto Bautista Agut, 6-2, 4-6, 6-3.

Djokovic á titil að verja en hann vann Kevin Anderson í úrslitaviðureigninni í fyrra.

Þetta er í sjötta sinn sem Serbinn kemst í úrslit Wimbledon. Hann vann mótið 2011, 2014, 2015 og 2018 en tapaði fyrir Andy Murray 2013.

Í úrslitaviðureigninni mætir Djokovic annað hvort Rafael Nadal eða Roger Federer. Þeir mætast seinna í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.