Sport

Magnaður Federer kominn í úrslitin á Wimbledon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roger Federer er kominn í úrslit Wimbledon.
Roger Federer er kominn í úrslit Wimbledon. vísir/getty
Roger Federer er kominn í úrslitaleik Wimbledon-mótsins eftir sigur gegn Rafael Nadal í mögnuðum undanúrslitaleik í London í dag.Í úrslitaleiknum verður það Novak Djokovic sem bíður en í fyrri undanúrslitarimmu dagsins hafði Djokvovic betur gegn Roberto Bautista Agut.Federer vann fyrsta settið 7-1 en Nadal jafnaði í 1-1 með 6-1 sigri. 6-3 og 6-4 urðu lokatölurnar í síðustu tveimur settunum og Federer kominn í úrslit.Magnaður Federer en hann er á 38. aldursári og er enginn bilbug á honum að finna. Þetta er hans tólfti úrslitaleikur Wimbledon og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmóti en hann.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.