Sport

Magnaður Federer kominn í úrslitin á Wimbledon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Roger Federer er kominn í úrslit Wimbledon.
Roger Federer er kominn í úrslit Wimbledon. vísir/getty

Roger Federer er kominn í úrslitaleik Wimbledon-mótsins eftir sigur gegn Rafael Nadal í mögnuðum undanúrslitaleik í London í dag.

Í úrslitaleiknum verður það Novak Djokovic sem bíður en í fyrri undanúrslitarimmu dagsins hafði Djokvovic betur gegn Roberto Bautista Agut.

Federer vann fyrsta settið 7-1 en Nadal jafnaði í 1-1 með 6-1 sigri. 6-3 og 6-4 urðu lokatölurnar í síðustu tveimur settunum og Federer kominn í úrslit.

Magnaður Federer en hann er á 38. aldursári og er enginn bilbug á honum að finna. Þetta er hans tólfti úrslitaleikur Wimbledon og enginn hefur unnið fleiri leiki á stórmóti en hann.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.