Sport

„Ég fékk tækifæri en Roger spilaði betur“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Félagarnir þakka hvor öðrum fyrir leikinn í gær.
Félagarnir þakka hvor öðrum fyrir leikinn í gær. vísir/getty

Roger Federer er kominn í enn einn úrslitaleikinn á Wimbledon-mótinu í tennis eftir að hafa haft betur gegn Rafael Nadal í undanúrslitunum í gærkvöldi.

Rimman bauð upp á allt sem hágæða tennis getur boðið upp á og skemmtu þeir þeim fjölmörgu áhorfendur sem lögðu leið sína á rimmuna enda tveir bestu tenniskappar heims.

Nadal var fljótur að skella sér á Twitter eftir leikinn magnaða og sagði hann að sigur Federer hafi verið verðskuldaður. Hann hafi einfaldlega spilað betur þó að Nadla hafi fengið sín tækifæri.

Hann þakkaði einnig fyrir stuðninginn og sagði að hann myndi að sjálfsögðu mæta á næsta ári. Hann hrósaði einnig Wimbledon-mótinu sem er eitt það sögufrægasta í tennisheiminum.

Úrslitaleikur fer fram á sunnudaginn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.