Sport

Óvænt tap Serenu í úrslitaleiknum á Wimbledon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Halep fagnar sigrinum í dag.
Halep fagnar sigrinum í dag. vísir/getty

Tenniskonan Simona Halep kom öllum að óvörum og hafði betur gegn Serenu Williams í úrslitaleiknum á Wimbledon-mótinu í tennis en úrslitaleiknum er nýlokið.

Flestir bjuggust við sigri Serenu og hennar 24. risatitli en hin rúmenska Simona sá til þess að svo varð ekki með magnaðri frammistöðu í dag.

Halep vann rimmuna 2-0 en hún hafði betur í settunum, 6-2 í tvígang, en hún hafði svör við öllu sem hin bandaríska Williams gerði.

Halep er einungis 27 ára gömul og er þetta hennar annar risa titill en fyrsti á Wimbledon-mótinu. Hún vann einnig opna franska mótið á síðasta ári.

Hinn 37 ára gamla Williams var að tapa þriðja úrslitaleiknum á innan við ári.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.