Sport

Þriðji sigur ÍR liðakeppninni í röð | Guðbjörg og Kolbeinn unnu 200 metra hlaupin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðbjörg vann 200 metra hlaupið á Meistaramótinu þriðja árið í röð.
Guðbjörg vann 200 metra hlaupið á Meistaramótinu þriðja árið í röð. vísir/getty

Þriðja árið í röð vann ÍR sigur í liðakeppninni á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Nítugastaogþriðja Meistaramótinu lauk í dag.

ÍR fékk 76 stig, fjórum stigum meira en FH. Breiðablik varð í 3. sæti með 27 stig.

Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR, vann sigur í 200 metra hlaupi kvenna þriðja árið í röð. Hún kom í mark á 24,51 sekúndu. FH-ingurinn Þórdís Eva Steinsdóttir, sem vann 400 metra hlaupið í gær, varð önnur á 25,21 sekúndu.

Í 200 metra hlaupi karla varð Kolbeinn Höður Gunnarsson hlutskarpastur. Félagi hans úr FH, Ari Bragi Kárason, varð annar en þeir háðu mikla baráttu í 100 metra hlaupinu í gær þar sem Ari Bragi hafði betur. Tímataka í 200 metra hlaupi karla mislukkaðist og því eru engir tímar aðgengilegir.

Aníta Hinriksdóttir úr ÍR vann sigur í 800 metra hlaupi á 2:08,17 mínútum.

ÍR-ingurinn Guðni Valur Guðnason, sem vann kúluvarpið í gær, bætti annarri gullmedalíu í safnið með því að vinna kringlukastið í dag með kasti upp á 54,16 metra.

Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfossi, hrósaði sigri í hástökki. Hún stökk 1,75 metra sem er hennar besti árangur í greininni.

Sigurvegarar dagsins:

Karlar:

200 metra hlaup: Kolbeinn Höður Gunnarsson, FH - 
400 metra grindahlaup: Árni Haukur Árnason, ÍR - 57,80
800 metra hlaup: Sæmundur Ólafsson, ÍR - 1:54,74
5000 metra hlaup: Arnar Pétursson, ÍR - 15:26,01
4x400 metra boðhlaup: FH - 3:22,21
Kringlukast: Guðni Valur Guðnason, ÍR - 54,16
Langstökk: Arnór Gunnarsson, Breiðablik - 6,88
Stangarstökk: Andri Fannar Gíslason, KFA - 4,20
Sleggjukast: Hilmar Örn Jónsson, FH - 73,42

Konur:

200 metra hlaup: Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, ÍR - 24,51
400 metra grindahlaup: Glódís Edda Þuríðardóttir, KFA - 1:01,99
800 metra hlaup: Aníta Hinriksdóttir, ÍR - 2:08,17
3000 metra hlaup: Fríða Rún Þórðardóttir, ÍR - 10:59,83
4x400 metra boðhlaup: ÍR - 3:58,84
Kringlukast: Kristín Karlsdóttir, FH - 46,96
Langstökk: Birna Kristín Kristjánsdóttir, Breiðablik - 5,76
Hástökk: Eva María Baldursdóttir, HSK/Selfoss - 1,75
Sleggjukast: Vigdís Jónsdóttir, FH - 59,67


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.