Sport

María Rún vann tvær greinar á fyrri keppnisdeginum á Meistaramótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
María Rún vann sigur í 100 metra grindahlaupi og spjótkasti.
María Rún vann sigur í 100 metra grindahlaupi og spjótkasti. vísir/eyþór

ÍR er með eins stigs forskot á FH í liðakeppninni eftir fyrri keppnisdaginn á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum. Nítján af 37 greinum á Meistaramótinu er lokið.

ÍR er með 39 stig, einu stigi meira en FH. Breiðablik er með 14 stig í 3. sæti. Í karlaflokki er ÍR með tveggja stiga forskot á FH en hjá konum er FH einu stigi á undan ÍR.

María Rún Gunnlaugsdóttir úr FH vann tvær greinar í dag; 100 metra grindahlaup og spjótkast.

Íslandsmethafinn Ari Bragi Kárason hrósaði sigri í 100 metra hlaupi karla og Dóróthea Jóhannesdóttir í 100 metra hlaupi kvenna. Þau koma bæði úr FH.

Ólympíufarinn Guðni Valur Guðnason, ÍR, vann sigur í kúluvarpi með kasti upp á 17,09 metra.

Þórdís Eva Steinsdóttir varð hlutskörpust í 400 metra hlaupi og var hluti af sigursveit FH í 4x100 boðhlaupi. FH vann einnig 4x100 boðhlaupi karla.

Sigurvegarar dagsins:

Karlar:

Hástökk: Kristján Viggó Sigfinnsson, Ármann - 1,99
Spjótkast: Guðmundur Hólmar Jónsson, UFA - 56,33
Þrístökk: Bjarki Rúnar Kristinsson, Breiðablik - 13,92
110 metra grindahlaup: Ísak Óli Traustason, UMSS - 15,14
100 metra hlaup: Ari Bragi Kárason, FH - 10,76
1500 metra hlaup: Sæmundur Ólafsson, ÍR - 4,04,82
Kúluvarp: Guðni Valur Guðnason, ÍR - 17,09
400 metra hlaup: Hinrik Snær Steinsson - FH, 48,33
3000 metra hindrunarhlaup: Arnar Pétursson, ÍR - 9,48,03
4x100 metra boðhlaup: FH (Kormákur Ari Hafliðason, Trausti Stefánsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson, Ari Bragi Kárason) - 41,55

Konur:

Kúluvarp: Erna Sóley Gunnarsdóttir, ÍR - 15,68
100 metra grindahlaup: María Rún Gunnlaugsdóttir, FH - 14,00
Stangarstökk: Hulda Þorsteinsdóttir, ÍR - 3,70
1500 metra hlaup kvenna: Sólrún Soffía Arnardóttir, FH - 4,53,39
100 metra hlaup: Dóróthea Jóhannesdóttir, FH - 11,98
Spjótkast: María Rún Gunnlaugsdóttir, FH - 40,97
Þrístökk: Hildigunnur Þórarinsdóttir, ÍR - 11,62
400 metra hlaup: Þórdís Eva Steinsdóttir, FH - 56,82
4x100 metra boðhlaup: FH (Anna Torfadóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir, Dóróthea Jóhannesdóttir, Melkorka Rán Hafliðadóttir) - 47,66Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.