Matarvenjur barna og sóun Teitur Guðmundsson skrifar 18. júlí 2019 08:30 Uppeldi barna er mikil áskorun fyrir alla sem að því verkefni koma og er um margt að hugsa í því samhengi. Það er mikilvægt að horfa á sem flesta þætti í þeirri viðleitni að hjálpa börnum að þroskast og eldast með eðlilegum hætti og verða að fullorðnum einstaklingum. Við vitum mætavel að ýmsar venjur foreldranna smitast yfir á börnin, sama gildir um skoðanir og skoðanaskipti á heimili þar sem börnin hlusta. Alla jafna líta þau upp til foreldra sinna og taka þá upp bæði ósiði sem og góðar venjur bæði meðvitað og ómeðvitað. Eitt af því sem er mjög áhugavert að skoða eru matarvenjur barna, hver hefur ekki heyrt frasann „kláraðu nú matinn þinn svo þú verðir stór og sterk/ur“? Það er auðvitað góð og gild regla að skammta sér hóflega á diskinn og reyna að leifa ekki, hið minnsta hérlendis. Víða erlendis er það merki um að þú hafir ekki fengið magafylli ef diskurinn er tómur. Þannig er það merki um vondan gestgjafa svo dæmi sé tekið. Almennt má segja að börn hafi ekki sömu reynslu og fullorðnir og geti illa skilið á milli reynsluheima þeirra svo sem við getum. Börn fela ekki tilfinningar sínar og láta í ljós óánægju eða ánægju beint við viðkomandi líkt og þau gera ef þeim finnst matur vondur eða ólystugur. Það verður þá ærin kúnst að fá þau til að sporðrenna því sem ekki stendur áhugi til. Gildir þá einu hversu hollt og gott það er sem um ræðir. Eitt af lykilatriðum varðandi það að þróa með börnum góðar venjur er að vera fyrirmynd þeirra. Þess vegna ætti fæðuval að vera fjölbreytt og hollt, sértu í vafa eru fjölmargar leiðir til þess að átta sig á því hvað er skynsamlegt í því efni. Kurteisi og almennir borðsiðir eru hluti af þessu sama, en sérstaklega skiptir máli að gefa sér tíma og njóta matarins og samverunnar með börnunum á matmálstíma. Kvöldmatur þar sem fjölskyldan kemur saman er mikilvægur hluti dagsins og þá ekki síður að leyfa börnunum eða hvetja þau öllu heldur til þátttöku í matarundirbúningi og eldamennsku. Það getur verið áhugavert að leyfa börnum eftir því sem þau eldast að taka þátt í innkaupum og nota þá tækifærið til að benda á hollari úrræði, fjölbreytileika matvæla og ekki síst að þau fái einhverja tilfinningu fyrir kostnaði þó það sé líklega síst mikilvægt af þessum atriðum sem ég taldi upp. Börn þróa með sér góðar venjur sé þeim leiðbeint um þær, hins vegar eru börn einnig talsvert þrjósk á stundum og ef það er of mikill þrýstingur eða spenna í kringum mat og hvað skal borða þá getur myndast talsverð togstreita á heimili sem aftur leiðir til vanlíðunar og spennu. Slíkt ástand getur ekki leitt til neins nema frekari vandræða almennt og getur verið mikilvægt að leita allra leiða til að bæta úr með aðstoð ef þurfa þykir. Munum að börn borða þegar þau eru svöng, við þurfum að stýra að einhverju leyti millimálum svo það sé til staðar áhugi á mat á matmálstíma. Magn skiptir máli og magafylli barna segir til sín, ekki þvinga mat ofan í þau að ástæðulausu. Traust og góð samskipti og vellíðan í tengslum við mat og samveru tengda inntöku hans eru líklega lykilatriði og hindra matarsóun.Höfundur er læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Matur Teitur Guðmundsson Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Uppeldi barna er mikil áskorun fyrir alla sem að því verkefni koma og er um margt að hugsa í því samhengi. Það er mikilvægt að horfa á sem flesta þætti í þeirri viðleitni að hjálpa börnum að þroskast og eldast með eðlilegum hætti og verða að fullorðnum einstaklingum. Við vitum mætavel að ýmsar venjur foreldranna smitast yfir á börnin, sama gildir um skoðanir og skoðanaskipti á heimili þar sem börnin hlusta. Alla jafna líta þau upp til foreldra sinna og taka þá upp bæði ósiði sem og góðar venjur bæði meðvitað og ómeðvitað. Eitt af því sem er mjög áhugavert að skoða eru matarvenjur barna, hver hefur ekki heyrt frasann „kláraðu nú matinn þinn svo þú verðir stór og sterk/ur“? Það er auðvitað góð og gild regla að skammta sér hóflega á diskinn og reyna að leifa ekki, hið minnsta hérlendis. Víða erlendis er það merki um að þú hafir ekki fengið magafylli ef diskurinn er tómur. Þannig er það merki um vondan gestgjafa svo dæmi sé tekið. Almennt má segja að börn hafi ekki sömu reynslu og fullorðnir og geti illa skilið á milli reynsluheima þeirra svo sem við getum. Börn fela ekki tilfinningar sínar og láta í ljós óánægju eða ánægju beint við viðkomandi líkt og þau gera ef þeim finnst matur vondur eða ólystugur. Það verður þá ærin kúnst að fá þau til að sporðrenna því sem ekki stendur áhugi til. Gildir þá einu hversu hollt og gott það er sem um ræðir. Eitt af lykilatriðum varðandi það að þróa með börnum góðar venjur er að vera fyrirmynd þeirra. Þess vegna ætti fæðuval að vera fjölbreytt og hollt, sértu í vafa eru fjölmargar leiðir til þess að átta sig á því hvað er skynsamlegt í því efni. Kurteisi og almennir borðsiðir eru hluti af þessu sama, en sérstaklega skiptir máli að gefa sér tíma og njóta matarins og samverunnar með börnunum á matmálstíma. Kvöldmatur þar sem fjölskyldan kemur saman er mikilvægur hluti dagsins og þá ekki síður að leyfa börnunum eða hvetja þau öllu heldur til þátttöku í matarundirbúningi og eldamennsku. Það getur verið áhugavert að leyfa börnum eftir því sem þau eldast að taka þátt í innkaupum og nota þá tækifærið til að benda á hollari úrræði, fjölbreytileika matvæla og ekki síst að þau fái einhverja tilfinningu fyrir kostnaði þó það sé líklega síst mikilvægt af þessum atriðum sem ég taldi upp. Börn þróa með sér góðar venjur sé þeim leiðbeint um þær, hins vegar eru börn einnig talsvert þrjósk á stundum og ef það er of mikill þrýstingur eða spenna í kringum mat og hvað skal borða þá getur myndast talsverð togstreita á heimili sem aftur leiðir til vanlíðunar og spennu. Slíkt ástand getur ekki leitt til neins nema frekari vandræða almennt og getur verið mikilvægt að leita allra leiða til að bæta úr með aðstoð ef þurfa þykir. Munum að börn borða þegar þau eru svöng, við þurfum að stýra að einhverju leyti millimálum svo það sé til staðar áhugi á mat á matmálstíma. Magn skiptir máli og magafylli barna segir til sín, ekki þvinga mat ofan í þau að ástæðulausu. Traust og góð samskipti og vellíðan í tengslum við mat og samveru tengda inntöku hans eru líklega lykilatriði og hindra matarsóun.Höfundur er læknir
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun