Körfubolti

Hilmar Smári tilnefndur sem besti leikmaður EM | Taktu þátt í kosningunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Smári er næststigahæstur á EM.
Hilmar Smári er næststigahæstur á EM. MYND/FIBA

Hilmar Smári Henningsson er einn þeirra sem eru tilnefndir sem verðmætasti leikmaður (MVP) B-deildar Evrópumóts U-19 ára í körfubolta karla.

Hilmar Smári er næststigahæsti leikmaður EM með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þá er hann með 5,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hægt er að kjósa Hilmar Smára með því að smella hér.

Hilmar Smári skoraði 25 stig þegar Ísland vann Ungverjaland, 78-41, í gær. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti í 8-liða úrslitum. Þar mæta þeir Tékkum á morgun.

Hilmar Smári, sem er uppalinn hjá Haukum, skrifaði undir tveggja ára samning við spænska liðið Valencia fyrr í sumar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.