Körfubolti

Hilmar Smári tilnefndur sem besti leikmaður EM | Taktu þátt í kosningunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hilmar Smári er næststigahæstur á EM.
Hilmar Smári er næststigahæstur á EM. MYND/FIBA
Hilmar Smári Henningsson er einn þeirra sem eru tilnefndir sem verðmætasti leikmaður (MVP) B-deildar Evrópumóts U-19 ára í körfubolta karla.

Hilmar Smári er næststigahæsti leikmaður EM með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þá er hann með 5,3 fráköst og 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Hægt er að kjósa Hilmar Smára með því að smella hér.

Hilmar Smári skoraði 25 stig þegar Ísland vann Ungverjaland, 78-41, í gær. Með sigrinum tryggðu Íslendingar sér sæti í 8-liða úrslitum. Þar mæta þeir Tékkum á morgun.

Hilmar Smári, sem er uppalinn hjá Haukum, skrifaði undir tveggja ára samning við spænska liðið Valencia fyrr í sumar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×