Körfubolti

Strákarnir komnir áfram og mæta Tékkum í 8-liða úrslitum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið mætir því tékkneska á föstudaginn.
Íslenska liðið mætir því tékkneska á föstudaginn. mynd/fiba

Íslenska U-20 ára landsliðið í körfubolta karla er komið áfram í 8-liða úrslit í B-deild Evrópukeppninnar í Portúgal. Þetta var ljóst eftir sigur Rússlands á Hvíta-Rússlandi, 83-70, í kvöld.

Íslendingar unnu Ungverja fyrr í dag, 78-41, og enduðu með sex stig í A-riðli, líkt og Ungverjaland og Hvíta-Rússland. Sökum sigursins stóra í dag endaði Ísland efst af þessum þremur þjóðum.

Ísland mætir Tékklandi í 8-liða úrslitunum á föstudaginn. Tékkar unnu alla sína leiki í B-riðli með samtals 86 stiga mun.

Rússar enduðu í 1. sæti A-riðils en þeir unnu alla sína leiki með miklum yfirburðum, eða með samtals 145 stiga mun. Rússland mætir Búlgaríu í 8-liða úrslitunum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.