Erlent

Fimm handteknir eftir áflog á Five Guys

Andri Eysteinsson skrifar
Fimm fóru á Five Guys en enduðu í fangaklefa.
Fimm fóru á Five Guys en enduðu í fangaklefa. Getty/John Keeble

Fimm karlmenn (e. five guys) voru handteknir í bænum Stuart í Flórída í Bandaríkjunum á miðvikudaginn eftir að lögreglu barst ábending um áflog á skyndibitastaðnum Five Guys. WVSN Miami greinir frá.

Lögregluembættið í Stuart greinir frá því að þrír unglingar og tveir fullorðnir karlmenn hafi verið handteknir eftir að þeir létu höggin dynja hver á öðrum.

Fimmmenningarnir voru vistaðir í fangageymslum Martin-sýslu í Flórída.

Hvorki er vitað af hverju slagsmálin stöfuðu né hvað mennirnir hugðust panta á hamborgarastaðnum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.