Menning

Kynna brasilíska og suður-ameríska tón­listar­menningu fyrir Ís­lendingum

Tinni Sveinsson skrifar
Hulda og Paulo.
Hulda og Paulo.

Hulda Geirlaugsdóttir og Paulo Malaguti halda tónleika í Hannesarholti í kvöld þar sem þau kynna fyrir áheyrendum eigin skilning á brasilískri og suður-amerískri tónlistarmenningu.

Tónleikarnir eru haldnir undir yfirskriftinni Brasilísk serenada og munu Paulo og Hulda miðla sitthverju af tónlistarferli sínum á þeim. Paulo flytur eigin tónsmíðar auk bossa-nova laga eftir Tom Jobim og Hulda leikur suður-amerísk píanóverk. Einnig koma fram boðsgestirnir Hrönn Geirlaugsdóttir á fiðlu og Sigurður Flosason á saxófón.Paulo Malaguti og Hulda Geirlaugsdóttir kynntust í Boston þar sem þau voru við nám í New England Conservatory of Music, Hulda í klassískum píanóleik og Paulo í jazz tónsmíðum. Við fæðingu fyrsta barnsins, Þórs, fluttust þau til Ríó de Janeiro.

Paulo hefur unnið bæði sem píanisti og kórstjóri og er auk þess meðlimur og útsetjari í rótgrónum dægurlagasöngsveitum í Ríó de Janeiro. Hulda náði doktorsgráðu í tónlist árið 2018 með ritgerð um 12 Hornavalsa fyrir píanó eftir brasilíska tónskáldið Francisco Mignone.

Lagalista kvöldsins má finna á heimasíðu Hannesarholts. Miðasala er við innganginn sem og á Tix.

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.