Innlent

Væta um allt land og helli­dembur síð­degis

Sylvía Hall skrifar
Það er vætusamt víða um land í dag.
Það er vætusamt víða um land í dag. Veðurstofa Íslands
Grunn lægð fer austur yfir sunnanvert landið í dag með tilheyrandi vætu um landið allt og má búast við hellidembum síðdegis í dag en styttir upp í fyrramálið. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Hitinn verður á bilinu átta til átján stig en spáð er tveggja stafa hitatölum á höfuðborgarsvæðinu í dag og hlýjast sunnanlands. Á eftir lægðinni snýst hann í norðanátt, víða átta til þrettán metrar á sekúndu á morgun og hitinn á bilinu átta til átján stig.

Léttskýjað sunnan- og vestanlands og áfram hlýjast á Suðurlandi en skýjað fyrir norðan og austan og dálítil væta í fyrstu.

Á laugardag er útlit fyrir hægari norðanátt með þurru og björtu verði, en fer að rigna norðaustantil á landinu síðdegis eða um kvöldið.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:

Norðan 3-8 og víða léttskýjað, en norðvestan 8-13 og fer að rigna norðaustanlands seint. Hiti frá 6 stigum norðaustantil upp í 18 stig á Suður- og Vesturlandi.

Á sunnudag:

Norðan 8-13 og rigning eða súld, einkum norðaustanlands, en þurrt á Suður- og Vesturlandi. Hiti 5 til 15 stig, mildast syðst.

Á mánudag og þriðjudag:

Austlæg átt, skýjað og dálítil væta. Hiti 8 til 15 stig.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir suðaustlæga átt, skýjað með köflum og líkur á rigningu við suður- og austurströndina. Hiti breytist lítið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×