Samstarf Andy og Serenu hefst í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 13:30 Andy Murray og Serena Williams. Getty/ Bob Martin Það er óhætt að fullyrða það að aldrei hafi verið eins mikill áhugi á tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis og í ár. Ástæðan er óvænt en skemmtilegt samstarf tveggja af þekktustu tennisspilurum heimsins. Bæði hafa þau setið í efsta sæti heimslistans. Þetta eru Bretinn Andy Murray og bandaríska ofurstjarnan Serena Williams. Andy og Serena ætla nefnilega að keppa saman í tvenndarleik á Wimbledon mótinu í ár. Andy Murray er 32 ára gamall en Serena Williams er orðin 37 ára.Andy Murray's blockbuster pairing with Serena Williams begins today at #Wimbledon. More ➡ https://t.co/pt4qGv3fuk#bbctennispic.twitter.com/h4BZmHO63Z — BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2019Serena Williams hefur unnið 39 titla á risamótum þar af 23 í einstaklingskeppni og sjö á Wimbledon-mótinu. Hún og systir hennar Venus unnu fjórtán risatitla saman í tvíliðaleik. Serena vann einnig tvo titla í tvenndarleik árið 1998 þar af var sigur á Wimbledon. Félagi hennar þá var Max Mirnyi frá Hvíta Rússlandi. Andy Murray hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum þar af Wimbledon-mótið tvisvar sinnum eða árin 2013 og 2016. Hann á enn eftir að vinna risatitil í tvíliða- eða tvenndarleik. Murray hefur aftur á móti unnið tvenn Ólympíugullverðlaun eða á ÓL 2012 og ÓL 2016. „Mér finnst Andy vera frábær spilari. Það eru fáir sterkari andlega. Ég veit ekki einu sinni hvað er í gangi í hausnum hans. Það er líka alltaf mjög áhugavert að heyra hvað aðrir meistarar eru að pæla í og hvernig þú getur nýtt þér þær upplýsingar í þínum leik. Ég get bara grætt á þessu samstarfi og vonandi hefur hann sömu sögu að segja,“ sagði Serena Williams. Fyrsta viðureign Andy og Serenu verður á móti þeim Alexu Guarachi og Andreas Mies. Leikurinn hefst klukkan 17.30 að staðartíma eða klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Andy Murray er að keppa á sínu fyrsta risamóti síðan að hann þurfti að gangast undir mjaðmaraðgerð. Hann hefur þegar unnið einn leik á móti en hann var í tvíliðaleik með Pierre-Hugues Herbert. Serena Williams er líka að keppa í einstaklingskeppninni og var í smá vandræðum í annarri umferðinni í gær. Hún komst hins vegar áfram og mætir hinni þýsku Julia Görges í næstu umferð. Tennis Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða það að aldrei hafi verið eins mikill áhugi á tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis og í ár. Ástæðan er óvænt en skemmtilegt samstarf tveggja af þekktustu tennisspilurum heimsins. Bæði hafa þau setið í efsta sæti heimslistans. Þetta eru Bretinn Andy Murray og bandaríska ofurstjarnan Serena Williams. Andy og Serena ætla nefnilega að keppa saman í tvenndarleik á Wimbledon mótinu í ár. Andy Murray er 32 ára gamall en Serena Williams er orðin 37 ára.Andy Murray's blockbuster pairing with Serena Williams begins today at #Wimbledon. More ➡ https://t.co/pt4qGv3fuk#bbctennispic.twitter.com/h4BZmHO63Z — BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2019Serena Williams hefur unnið 39 titla á risamótum þar af 23 í einstaklingskeppni og sjö á Wimbledon-mótinu. Hún og systir hennar Venus unnu fjórtán risatitla saman í tvíliðaleik. Serena vann einnig tvo titla í tvenndarleik árið 1998 þar af var sigur á Wimbledon. Félagi hennar þá var Max Mirnyi frá Hvíta Rússlandi. Andy Murray hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum þar af Wimbledon-mótið tvisvar sinnum eða árin 2013 og 2016. Hann á enn eftir að vinna risatitil í tvíliða- eða tvenndarleik. Murray hefur aftur á móti unnið tvenn Ólympíugullverðlaun eða á ÓL 2012 og ÓL 2016. „Mér finnst Andy vera frábær spilari. Það eru fáir sterkari andlega. Ég veit ekki einu sinni hvað er í gangi í hausnum hans. Það er líka alltaf mjög áhugavert að heyra hvað aðrir meistarar eru að pæla í og hvernig þú getur nýtt þér þær upplýsingar í þínum leik. Ég get bara grætt á þessu samstarfi og vonandi hefur hann sömu sögu að segja,“ sagði Serena Williams. Fyrsta viðureign Andy og Serenu verður á móti þeim Alexu Guarachi og Andreas Mies. Leikurinn hefst klukkan 17.30 að staðartíma eða klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Andy Murray er að keppa á sínu fyrsta risamóti síðan að hann þurfti að gangast undir mjaðmaraðgerð. Hann hefur þegar unnið einn leik á móti en hann var í tvíliðaleik með Pierre-Hugues Herbert. Serena Williams er líka að keppa í einstaklingskeppninni og var í smá vandræðum í annarri umferðinni í gær. Hún komst hins vegar áfram og mætir hinni þýsku Julia Görges í næstu umferð.
Tennis Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Sjá meira