Samstarf Andy og Serenu hefst í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2019 13:30 Andy Murray og Serena Williams. Getty/ Bob Martin Það er óhætt að fullyrða það að aldrei hafi verið eins mikill áhugi á tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis og í ár. Ástæðan er óvænt en skemmtilegt samstarf tveggja af þekktustu tennisspilurum heimsins. Bæði hafa þau setið í efsta sæti heimslistans. Þetta eru Bretinn Andy Murray og bandaríska ofurstjarnan Serena Williams. Andy og Serena ætla nefnilega að keppa saman í tvenndarleik á Wimbledon mótinu í ár. Andy Murray er 32 ára gamall en Serena Williams er orðin 37 ára.Andy Murray's blockbuster pairing with Serena Williams begins today at #Wimbledon. More ➡ https://t.co/pt4qGv3fuk#bbctennispic.twitter.com/h4BZmHO63Z — BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2019Serena Williams hefur unnið 39 titla á risamótum þar af 23 í einstaklingskeppni og sjö á Wimbledon-mótinu. Hún og systir hennar Venus unnu fjórtán risatitla saman í tvíliðaleik. Serena vann einnig tvo titla í tvenndarleik árið 1998 þar af var sigur á Wimbledon. Félagi hennar þá var Max Mirnyi frá Hvíta Rússlandi. Andy Murray hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum þar af Wimbledon-mótið tvisvar sinnum eða árin 2013 og 2016. Hann á enn eftir að vinna risatitil í tvíliða- eða tvenndarleik. Murray hefur aftur á móti unnið tvenn Ólympíugullverðlaun eða á ÓL 2012 og ÓL 2016. „Mér finnst Andy vera frábær spilari. Það eru fáir sterkari andlega. Ég veit ekki einu sinni hvað er í gangi í hausnum hans. Það er líka alltaf mjög áhugavert að heyra hvað aðrir meistarar eru að pæla í og hvernig þú getur nýtt þér þær upplýsingar í þínum leik. Ég get bara grætt á þessu samstarfi og vonandi hefur hann sömu sögu að segja,“ sagði Serena Williams. Fyrsta viðureign Andy og Serenu verður á móti þeim Alexu Guarachi og Andreas Mies. Leikurinn hefst klukkan 17.30 að staðartíma eða klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Andy Murray er að keppa á sínu fyrsta risamóti síðan að hann þurfti að gangast undir mjaðmaraðgerð. Hann hefur þegar unnið einn leik á móti en hann var í tvíliðaleik með Pierre-Hugues Herbert. Serena Williams er líka að keppa í einstaklingskeppninni og var í smá vandræðum í annarri umferðinni í gær. Hún komst hins vegar áfram og mætir hinni þýsku Julia Görges í næstu umferð. Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira
Það er óhætt að fullyrða það að aldrei hafi verið eins mikill áhugi á tvenndarleik á Wimbledon risamótinu í tennis og í ár. Ástæðan er óvænt en skemmtilegt samstarf tveggja af þekktustu tennisspilurum heimsins. Bæði hafa þau setið í efsta sæti heimslistans. Þetta eru Bretinn Andy Murray og bandaríska ofurstjarnan Serena Williams. Andy og Serena ætla nefnilega að keppa saman í tvenndarleik á Wimbledon mótinu í ár. Andy Murray er 32 ára gamall en Serena Williams er orðin 37 ára.Andy Murray's blockbuster pairing with Serena Williams begins today at #Wimbledon. More ➡ https://t.co/pt4qGv3fuk#bbctennispic.twitter.com/h4BZmHO63Z — BBC Sport (@BBCSport) July 5, 2019Serena Williams hefur unnið 39 titla á risamótum þar af 23 í einstaklingskeppni og sjö á Wimbledon-mótinu. Hún og systir hennar Venus unnu fjórtán risatitla saman í tvíliðaleik. Serena vann einnig tvo titla í tvenndarleik árið 1998 þar af var sigur á Wimbledon. Félagi hennar þá var Max Mirnyi frá Hvíta Rússlandi. Andy Murray hefur unnið þrjá risatitla á ferlinum þar af Wimbledon-mótið tvisvar sinnum eða árin 2013 og 2016. Hann á enn eftir að vinna risatitil í tvíliða- eða tvenndarleik. Murray hefur aftur á móti unnið tvenn Ólympíugullverðlaun eða á ÓL 2012 og ÓL 2016. „Mér finnst Andy vera frábær spilari. Það eru fáir sterkari andlega. Ég veit ekki einu sinni hvað er í gangi í hausnum hans. Það er líka alltaf mjög áhugavert að heyra hvað aðrir meistarar eru að pæla í og hvernig þú getur nýtt þér þær upplýsingar í þínum leik. Ég get bara grætt á þessu samstarfi og vonandi hefur hann sömu sögu að segja,“ sagði Serena Williams. Fyrsta viðureign Andy og Serenu verður á móti þeim Alexu Guarachi og Andreas Mies. Leikurinn hefst klukkan 17.30 að staðartíma eða klukkan 16.30 að íslenskum tíma. Andy Murray er að keppa á sínu fyrsta risamóti síðan að hann þurfti að gangast undir mjaðmaraðgerð. Hann hefur þegar unnið einn leik á móti en hann var í tvíliðaleik með Pierre-Hugues Herbert. Serena Williams er líka að keppa í einstaklingskeppninni og var í smá vandræðum í annarri umferðinni í gær. Hún komst hins vegar áfram og mætir hinni þýsku Julia Görges í næstu umferð.
Tennis Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: England - Holland | Enskir Evrópumeistarar þurfa sigur Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Fattaði ekki að hún væri búin að vinna Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fannst látinn í hótelherbergi sínu Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Sjá meira