Körfubolti

Spánn hafði betur gegn gestgjöfunum og mæta Frökkum í úrslitaleiknum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þær spænsku fagna.
Þær spænsku fagna. vísir/getty
Spánn er komið í úrslitaleikinn á HM kvenna eftir sigur á gestgjöfunum í Serbíu í undanúrslitaleiknum, 71-66.Spánn var sterkari aðilinn í fyrsta leikhlutanum og var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Munurinn í hálfleik var þó ekki nema sjö stig, 37-30.Munurinn var áfram svipaður í þriðja leikhlutanum en frábær Serbíu kom þeim aftur inn í leikinn. Þær komust yfir meðal annars en Spánverjarnir reyndust sterkari og höfðu betur, 71-66..Spánverjar eru því komnir í úrslitaleikinn. Þar mæta þar Frakklandi en Serbía, á heimavelli, mætir Bretlandi í leiknum um þriðja sætið á morgun.Astou Ndour var stigahæst í liði Spánverja með sautján stig en Anna Cruz gerði fjórtán stig. Jelena Brooks var stigahæst hjá Serbíu með sautján stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.