Sport

Óskaði þess að sprengja félli á tennishöllina á Wimbledon

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fognini gæti fengið refsingu vegna ummæla sinna á Wimbledon.
Fognini gæti fengið refsingu vegna ummæla sinna á Wimbledon. vísir/getty

Ítalski tenniskappinn Fabio Fognini hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðureign sinni gegn Bandaríkjamanninum Tennys Sandgren í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu.

„Ég vona að sprengja falli á tennishöllina,“ heyrðist Fognini segja á meðan viðureigninni stóð. Hann tapaði, 4-6, 6-7 (12-14), 3-6, og er úr leik.

Ummæli Fogninis þóttu sérstaklega óheppileg í ljósi þess að tennishöllin, þar sem mótið fer fram, varð fyrir sprengjuárás í Seinni heimsstyrjöldinni.

Fognini er þekktur skaphundur og var dæmdur í skilorðsbundið bann og fékk háa fjársekt fyrir að úthúða dómara á Opna bandaríska meistaramótinu fyrir tveimur árum. Hann fékk einnig sekt vegna ummæla sinna á Wimbledon 2014.

Fognini, sem er í 10. sæti heimslistans, hefur aldrei komist lengra en í 3. umferð á Wimbledon. Besti árangur hans á risamóti er átta manna úrslit á Opna franska 2011.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.