Sport

Óskaði þess að sprengja félli á tennishöllina á Wimbledon

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fognini gæti fengið refsingu vegna ummæla sinna á Wimbledon.
Fognini gæti fengið refsingu vegna ummæla sinna á Wimbledon. vísir/getty
Ítalski tenniskappinn Fabio Fognini hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðureign sinni gegn Bandaríkjamanninum Tennys Sandgren í 3. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu.

„Ég vona að sprengja falli á tennishöllina,“ heyrðist Fognini segja á meðan viðureigninni stóð. Hann tapaði, 4-6, 6-7 (12-14), 3-6, og er úr leik.

Ummæli Fogninis þóttu sérstaklega óheppileg í ljósi þess að tennishöllin, þar sem mótið fer fram, varð fyrir sprengjuárás í Seinni heimsstyrjöldinni.

Fognini er þekktur skaphundur og var dæmdur í skilorðsbundið bann og fékk háa fjársekt fyrir að úthúða dómara á Opna bandaríska meistaramótinu fyrir tveimur árum. Hann fékk einnig sekt vegna ummæla sinna á Wimbledon 2014.

Fognini, sem er í 10. sæti heimslistans, hefur aldrei komist lengra en í 3. umferð á Wimbledon. Besti árangur hans á risamóti er átta manna úrslit á Opna franska 2011.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×