Körfubolti

Öruggt hjá Spáni sem varði EM-bikarinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Spánn fagnar.
Spánn fagnar. vísir/getty

Spánn er Evrópumeistari kvenna eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleik EM kvenna sem fór fram í Serbíu og Lettandi. Spánn vann tuttugu stiga sigur í úrslitaleiknum, 86-66.

Spánn var að hitta vel í fyrsta leikhlutanum. Þær skoruðu 32 stig í fyrsta leikhlutanum og voru ellefu stigum yfir eftir hann, 32-21.

Þær juku enn frekar forskotið í öðrum leikhlutanum og voru þrettán stigum yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 50-37. Ærið verkefni framundan fyrir þær frönsku.

Jafnræði var með liðunum í þriðja leikhlutanum en Spánn náði alltaf að halda þeim frönsku í góðri fjarlægð. Sigurinn var svo aldrei í hættu og munurinn að endingu tuttugu stig.

Þetta er því annað Evrópumótið í röð sem Spánn stendur uppi sem sigurvegari og hefur Spánn unnið þrjá af síðustu fjórum Evrópumótum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.