Erlent

Pissaði ofan á ferða­menn í Ber­lín

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Jannowitz brúin fór ekki vel með ferðamenn sem sigldu undir hana á föstudag.
Jannowitz brúin fór ekki vel með ferðamenn sem sigldu undir hana á föstudag. getty/MEDIUM

Maður sem pissaði ofan af lágri brú í Berlín olli því að nokkrir einstaklingar slösuðust, samkvæmt Slökkviliði Berlínar. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins BBC.

Maðurinn, sem ekki hefur verið borið kennsl á, var að létta af sér á Jannowitz brúnni, sem liggur mjög lágt, og ofan á nokkra ferðamenn sem voru á siglingu á fimmtudagskvöld.

Þó nokkrir einstaklingar á bátnum stukku upp þegar bunan lenti á þeim og skölluðu brúnna þegar báturinn fór undir hana.

Fjórir voru fluttir með sjúkrabílum á spítala vegna höfuðáverka.

Ekki er vitað hvort maðurinn hafi verið sektaður eða tekinn höndum.

Framkoma mannsins var gagnrýnd á samfélagsmiðlum og var meðal annars skrifað á Twitter: „Dýrin í dýragarðinum haga sér betur.“Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.